Óskarinn á sunnudaginn

Eins og allir vita þá eru Óskarsverðlaunin á næsta leyti, en þau verða haldin á morgun, sunnudag! Nýjustu fréttirnar eru þær að það er spáð rigningu á rauða dregilinn, en Gil Gates einn af stjórnendum hátíðarinnar sagði í viðtali í dag: „Ef það rignir þá verður það bara gott fyrir blómin!“. Það er greinilegt að það er enginn ótti hjá skipuleggjendum hátíðarinnar og þeir eru undirbúnir hvaða vandamálum sem er. Í tilefni þess að Óskarinn er á morgun þá fannst okkur skemmtilegt að henda inn einu myndbandi sem sýnir hvernig Óskarinn er búinn til.