Ein af stærstu jólamyndum síðasta árs, The Golden Compass, stóðst engan veginn væntingar í miðasölu vestanhafs að sögn New Line Cinema.
Myndin kostaði um $180 milljónir en halaði inn rétt undir $30 á fyrstu sýningarhelgi í BNA.
New Line höfðu ætlað sér að kvikmynda allar þrjár bækur Philips Pullman og vonuðust framleiðendur eftir sama kraftaverki (peningalega séð) og Lord of the Rings.
Ætlað var að byrja á framhaldinu (The Subtle Knife) fljótlega en sem stendur er það enn á bið og ætlar New Line að bíða og sjá hvernig DVD-tekjurnar skila sér. Annars hefur hin þrettán ára Dakota Blue Richards – sem fór með aðalhlutverkið í Golden Compass – sagt að enginn hefur talað við sig um möguleika á framhaldi, en hún segist einnig halda í vonina.
Annars, fyrir áhugasama, þá kemur Golden Compass út á DVD í kringum páskana.

