New Line Cinema framleiðslufyrirtækið, tilkynnti í dag að búið væri að fresta frumsýningu á þriðju Hobbitamyndinni, The Hobbit: There and Back Again, fram til 17. desember 2014.
Upphaflega átti að frumsýna myndina 18. júlí það sama ár, sem mörgum þótti einkennilegt þar sem fyrri Tolkien myndir hafa ávallt verið frumsýndar rétt fyrir jól.
Nú geta þeir hinir sömu andað léttar og fá Hobbitann sinn á „réttum“ tíma, rétt fyrir jól.
Í There and Back Again lenda hetjurnar okkar í stórkostlegum orrustum og þurfa að glíma við fleiri orka og ýmis myrkraöfl rísa upp.
Martin Freeman leikur Hobbitann, en ásamt honum leika um 17 þúsund aðrir leikarar í myndinni.
Næsta mynd, The Hobbit: The Desolation Of Smaug, verður frumsýnd 13. desember nk.