(Hér kem ég með fyrstu tilraun mína að pistli fyrir þennan vef. Ég þakka fyrirfram ykkur tekst að lesa hann allan)
Ég hata ekki Hollywood. Mig langar að hata það. Samt einhvern veginn eru nógu margar góðar myndir sem koma þaðan út á ári sem koma í veg fyrir að ég geti kallað þetta „sorplúguna.“ Auðvitað koma Hollywood-flopp í meira magni, en skemmtanagildið finnst jafnvel líka og má hafa gaman að meirihlutanum.
Það sem böggar mig þó við Hollywood eru þessar mjög svo áberandi tískubylgjur sem poppa upp við og við á árunum. Oftast eru þetta seríur af endurtekningum sem að verða til eftir að einhver EIN ákveðin mynd gerir eitthvað byltingarkennt… Fyrr en varir kemur þetta í fjölföldun.
Dæmi?
– Þegar að Matrix kom út (með sitt ultra-netta Bullet-Time gimmick), þá fóru mjöööög margar spennumyndir að endurgera mjög stílbrögð úr henni (rokktónlist, fólk með sólgleraugu, bullet time etc.).
Myndir eins og UltraViolet og Equilibrium eru góð dæmi um „kopíur,“ sem er skondið vegna þess að Matrix stelur margar hugmyndir úr Ghost in the Shell.
– Moulin Rouge kom út árið 2001. Stuttu síðar Chicago. Söngleikir komust aftur í tísku. Þar áður hafði slíkt ekki komið fyrir síðan… Evita, og hún var fokk leiðinleg.
Í kjölfarið komu Rent, The Producers, Phantom of the Opera, Dreamgirls, Hairspray og Sweeney Todd. Margar þessar myndir eru góðar, en þið fattið stefnuna. Fólk á Íslandi, veit ég, er orðið þreytt á þessu.
– X-Men kom út árið 2000. Fyrsta Marvel myndin. Svo kom Spider-Man, og eftir það fóru framleiðendur að opna hvaða hasarblöð sem þeir gátu fundið og fóru að punga út titlum af öllum gerðum. Sumir voru góðir, aðrir voru Elektra og Ghost Rider.
– Japanskar endurgerðir. KRÆST!!! Gore Verbinski (Pirates myndirnar) sló í gegn með The Ring. Ókei fínt, en svo drullar Hollywood yfir okkur með The Grudge, Dark Water og núna The Eye og One Missed Call. HÆTTIÐ ÞESSU! Þessar hrollvekjur eru ekki að virka.
Já… Hollywood menn eiga til með að hugsa eins og fylgja gjarnan sömu stefnum. Hins vegar er það að bögga mig svolítið hvað það er „töff“ núna að gera framhaldsmyndir cirka 10-20 árum síðar af myndum sem vanalega voru álitnar „trílógíur.“
Megindæmi mitt er náttúrlega Die Hard, Rambo og nú Indiana Jones.
Persónulega verð ég að játa að Die Hard 4.0 hefði getað orðið mun verri, en jafnvel betri.
Á endanum var ég ekki beint „ósáttur“ við myndina, en ég á erfitt með að taka hana inn sem alvöru Die Hard mynd.
Í mínum huga eru 1,2 og 3 AÐAL Die Hard-hasarmyndirnar. Punktur!
Sama get ég sagt um Rambo. Ég hef skemmtilegar minningar af gömlu Rambo-myndunum og hvað þær voru á pörtum hallærislega skemmtilegar.
Nýjasta myndin, Rambo (wtf?), er nokkuð skemmtileg og töff, en þrátt fyrir að vera fljótgleymd klisja, þá er standard myndarinnar of… góður til að komast í sama sess og hinar.
Gömlu myndirnar voru svo hrikalega mikil ’80-börn að það skapaði svo campy fíling. Nýja Rambo myndin er svo „basic…“ Með nákvæmlega engan vott af gamla fílingnum, þar af leiðandi er öðruvísi að horfa á hana.
Fólk bíður síðan eflaust spennt eftir Indy 4. Ég er á báðum áttum. Þrjár ástæður.
1. Spielberg hefur sagt að myndin verði meira í stíl við Last Crusade heldur en hinar tvær, sem mér finnst vera frekar vondar fréttir þar sem að sú mynd var meira grínmynd heldur en háhraða ævintýramynd. Ég hefði ekkert á móti gamla brutality-inu sem var í Temple of Doom, auðvitað með smá húmor.
2. Shia LeBouf. Ég fíla strákinn. Góður í Transformers og Disturbia, en ég er hræddur um að krakkinn eigni sér of mikla athygli í myndinni. Það er eitt að halda uppi eigin mynd eða leika einungis á móti tölvugerðum róbotum, en hér er hann á móti Harrison Ford, og ég bara hef á tilfinningunni að krakkinn gæti farið í taugarnar á mér.
3. Myndirnar úr Indy 4 eru fínar, en hjálpi mér hvað Fordinn er orðinn gamall. Hann er eiginlega bara ekki töff lengur, og hann virkar kannski á svona „Too old for this shit“ leveli.
Því miður eldist Ford ekki eins vel og Stallone eða Bruce Willis. Ég efa að þetta verði sami Indy og áður, en allt kemur auðvitað í ljós.
Bottom line-ið mitt er að sem kvikmyndaáhugamaður finnst mér að sumar klassískar trílógíur ættu að fá að njóta sín eins og þær voru. Þær urðu klassískar af ástæðu og þetta „tampering“ er bara full tæpt. Myndirnar skila sér í afþreyingargildi kannski (en það er líka lágmarkskrafa), en almennt séð (miðað við Die Hard og Rambo allavega) þá þurftu þessar myndir ekkert að vera gerðar og sér ég lítinn tilgang með þeim.
Að minnsta kosti þegar að George Lucas gerði nýju Star Wars myndirnar, þá var hann svona hálf „obligated“ til að gera myndirnar (með gloppóttu kaflaskiptunum sínum), svo að það er eiginlega ekki hægt að kalla þær tilgangslausar.
Ég vona bara að Hollywood lætur Back To The Future þríleikinn alfarið í friði…
PS. Ég afsaka sletturnar mínar, en þetta er einkum algengt í mínu tilfelli þar sem að ég er m.a. ættaður frá enskumælandi þjóð.

