Ný Stikla er komin fyrir íslensku kvikmyndina Þetta reddast eftir Börk Gunnarsson.
Á facebook síðu myndarinnar er myndinni líst sem stórskemmtilegu íslensku gamandrama um ungan blaðamann sem kemst að því á eigin skinni að þegar botninum er náð er alltaf hægt að fara enn neðar.
Sjáðu stikluna hér að neðan:
Sögurþráður myndarinnar er eftirfarandi: Þetta Reddast! er realískt gamandrama sem fjallar ungan blaðamann sem meinar vel en á í vandræðum með áfengi. Hann er í góðri vinnu og í sambandi við góða kærustu en því miður að þá stýrir hann ekki lífi sínu, heldur áfengið, og þá skipta góðar meiningar litlu máli. Eftir að vera kominn á tæpasta vað hjá kærustunni, finnur hann upp á því snilldarráði að bjarga sambandinu með því að bjóða henni í rómantíska ferð á Búðir þarsem friður og ró Snæfellsjökuls getur komið inní sambandið og þau náðu ástum og trausti á nýjan leik. En sömu helgi er hann kominn á síðasta séns í vinnunni og ritstjórinn sendir hann uppá Búrfellsvirkjun til að gera úttekt á virkjuninni. Hann ákveður að slá tvær flugur í einu höggi og býður kærustunni sinni í rómantíska vinnuferð uppá Búrfellsvirkjun.
Á háspennusvæðinu við virkjunina taka hlutirnir óvænta stefnu og þrátt fyrir háleit plön virðist ætlunarverkið ekki ætla að takast…
Með helstu hlutverk fara Björn Thors, Jón Páll Eyjólfsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Guðrún María Bjarnadóttir.
Leikstjóri og handritshöfundur er Börkur Gunnarsson.
Þetta reddast verður frumsýnd 1. mars nk.
Hvernig líst mönnum svo á stikluna?