Teiknimyndin Cloudy with a Chance of Meatballs var óvæntur smellur árið 2009, enda flott handrit og myndin góð skemmtun. Leikstjórar voru þeir Phil Lord og Chris Miller sem reyndu sig næst við leikna mynd, 21 Jump Street.
Nú er von á framhaldi á Cloudy with a Chance of Meatballs, Cloudy 2: Revenge of the Leftovers, en ekki með sömu leikstjórum. Leikstjórar verða Cody Cameron og Kris Pearn og handrit skrifa þeir John Francis Daley og Jonathan M. Goldstein, sem skrifuðu gamanmyndina Horrible Bosses.
Nú hafa fyrstu myndirnar verið birtar úr myndinni, og má sjá nokkrar þeirra hér að neðan:
Eins og sést á myndunum er þetta mjög litskrúðug veröld sem boðið er upp á í myndinni, full af ávöxtum og ýmsum erfðabreyttum dýrum, að því er virðist – Ávaxtadýrum.
Í USA Today sem birti fyrstu myndirnar, segir að í myndinni haldi sagan áfram frá því síðast eða þar um bil, þar sem við fylgjumst með persónu Bill Hader mynda samband við föður sinn, sem leikinn er af James Caan, en fljótlega kemur í ljós að Flint FLDSMDFR er að búa til nýstárleg dýr sem hann býr til m.a. úr ávöxtum og grænmeti, og þeim er öllum safnað saman á eyju, ekki ósvipað og í Jurassic Park myndinni.
Í myndinni leika auk þeirra Bill Hader og James Caan þau Anna Faris, Andy Samberg, Will Forte, Neil Patrick Harris og Terry Crews.
Söguþráðurinn er svona: Eftir gríðarlegt matvælaóveður í enda fyrstu myndarinnar, þá neyðast Flint Lockwood og vinir hans til að yfirgefa bæinn Swallow Falls.
En þegar í ljós kemur að skyni gæddar matvælaverur hafa tekið yfir eynna þá eru þeir beðnir um að bjarga heiminum á ný.
Cloudy 2: Revenge of the Leftovers kemur í bíó í Bandaríkjunum 27. september 2013.