Verkfallinu er lokið!

Handritshöfundar gengu til kosninga um nýja samninga í gær og 92,5% af 3.775 handritshöfundum voru fylgjandi því að samþykkja þá, þannig að verkfallinu er nú opinberlega lokið! Handritshöfundar snúa aftur til vinnu í dag. Verkfallið hafði verið í gangi síðan 5.nóvember 2007.

Bandaríkjamenn eru, ótrúlegt en satt, búnir að fá sig fullsadda af raunveruleikaþáttum og öðru rusli og vilja ólmir sjá nýja þætti á skjánum. Fyrsti þátturinn sem nýtur góðs af því að verkfallinu sé lokið er líklegast Saturday Night Live, en hann er að sjálfsögðu sýndur næsta laugardag vestanhafs, en þátturinn hafði ekki verið sýndur síðustu 9 vikur vegna verkfallsins.

Það er ljóst að það verður nóg að gera hjá handritshöfundum og öðrum í kvikmyndaheiminum að reyna að vinna upp tapið á næstu vikum og mánuðum.