Ættingjar Tolkien kæra framleiðendur LOTR!

Ættingjar JRR Tolkien, höfundar Lord of the Rings bókanna og Hobbit bókarinnar m.a. hafa kært New Line Cinema og eru að reyna að fá 150 milljónir dollara (76,8 milljónir punda) því þeir hafa ekki fengið neinar tekjur í vasann eftir velgengni myndanna sem græddu samtals 6 milljarða dollara á sínum tíma. Eini peningurinn sem þau hafa fengið er 62,500 dollara greiðsla frá New Line Cinema áður en myndirnar komu út.

Dánarbú
Tolkien’s sem ættingjarnir fara fyrir ásamt HarperCollins
útgáfufyrirtækinu og The Tolkien Trust Charity fara fram á þessar bætur
og virðast hafa grunn fyrir þeim, því ásamt þessum kröfum vilja þau fa
eitthvað fyrir snúð sinn fyrir væntanlegt efni byggt á skáldsögum
Tolkien, þar með talið The Hobbit.

„New Line Cinema hefur
ekki borgað krónu af þeim greiðslum sem við eigum skilið, en við eigum
að fá 7,5% af öllum tekjum myndanna“ sagði talsmaður dánarbús Tolkien.

Talið er að ef deilurnar fara fyrir rétt þá verður töf á útgafu The Hobbit myndarinnar, en hún á að koma út 2010.