SAMbíóin loka á Selfossi í kvöld

Síðustu sýningar Sambíóanna í Selfossbíó eru í kvöld en eftir það verður bíóinu lokað.

Í sal 1 verður heimildarmyndin Hreint hjarta sýnd kl. 20 og 22 en myndin, sem fjallar um sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, prest á Selfossi hefur fengið góða aðsókn í bíóinu á undanförnum dögum.

Í sal 2 er rómantíska gamanmyndin Hope Springs sýnd kl. 20 og 22:10. Að seinni sýningunni lokinni er kvikmyndasýningum á Selfossi á vegum Sambíóanna lokið.

Sambíóin leigja Selfossbíó með tækjum af eigendum Hótel Selfoss en tækjabúnaður bíósins er orðinn úreltur og að mati rekstraraðilanna svarar ekki kostnaði að endurnýja hann, að því er segir í Fréttavefnum Sunnlenska.is

 

 

Stikk: