Eva Mendes í meðferð

Eva Mendes hefur skráð sig inn í meðferðarstofnun í Utah og ætlar að takast á við það að hún er orðin háð einhvers konar lyfjum og áfengi.

„Eva hefur unnið mikið síðasta árið og hefur nú tekið rétta ákvörðun um að taka sér smá frí til að takast á við persónuleg vandamál sem eru þó ekki stór, en henni fannst hún þurfa hjálp sérfræðinga.“ sagði talskona leikkonunnar.

Þetta er frekar vandræðalegt fyrir tískufyrirtækið Calvin Klein því sama dag og hún skráði sig í meðferð þá tilkynntu þeir leikkonuna sem nýtt andlit auglýsingaherferðar sem á að fara í gang næsta haust. Óljóst er hvernig þeir taka þessari ákvörðun Evu.