Fyrir þá sem ætla að vera heima í dag og í kvöld sunnudagskvöldið 14. október, og horfa á sjónvarpið, þá er hægt að velja þar um nokkrar ólíkar bíómyndir.
Á RÚV er á dagskrá kl. 20.15 heimildamyndin Fjallkonan hrópar á vægð eftir Herdísi Þorvaldsdóttur en Herdís hefur barist fyrir því í rúma þrjá áratugi að stöðva lausagöngu búfjár á Íslandi til að hefta gróður – og jarðvegseyðingu.
Kl. 22.10 hefst svo franska dramamyndin The Snows of Kilimanjaro en hún fjallar um verkalýðsleiðtogann Michel sem kemur því svo fyrir að hann verði sjálfur rekinn í niðurskurðaraðgerðum skipasmíðastöðvar, til að hlífa kollegum sínum. Hann fær starfslokasamning auk þess sem vinir og fjölskylda hjálpa honum að takast á við tekjumissinn, en til að bæta gráu ofan á svart þá er brotist inn á heimili hans og fjölskyldu hans.Af einskærri heppni, þá uppgötvar Michel hver einn af innbrotsþjófunum er, ungur maður sem var rekinn á sama tíma og hann, og hann lætur handtaka manninn. Þrátt fyrir það varpar það skugga á gleðina yfir því að hafa náð að handsama einn þjófanna, þegar ástæður innbrotsins verða ljósari, og lengri tíma afleiðingar hefndarinnar sem þau náðu fram koma í ljós. Þau eru núna þjökuð af samviskubiti, en reyna hvort fyrir sig að sannfæra sjálfa sig um gildi réttlætisins.
Á skjá einum kl. 16.15 í dag er James Bond myndin The Man With the Golden Gun á dagskrá, þar sem Roger Moore er í hlutverki njósnarans 007. Myndin er frá árinu 1974.
Leigumorðinginn Scaramanga tekur eina milljón dollara fyrir að vinna hvert verkefni. Hann tengist dauða vísindamanns sem vinnur að orkumikilli sólarrafhlöðu, og njósnarinn James Bond er fenginn til að rannsaka málið. Eftir því sem hann rannsakar málið meira, kemst hann að því að Scaramanga ber mikla virðingu fyrir honum, en spurningin er hvort að það muni hjálpa til, þegar spilin verða lögð á borðið í lokabardaganum?
Smelltu hérna til að skoða sýnishorn úr The Man With the Golden Gun.
Á Stöð 2 eru nær eingöngu þættir á dagskrá, þar á meðal spennuþátturinn Pressa sem hefur göngu sína í kvöld kl. 20.25. En fyrir nátthrafna þá hefst sýning á spennumyndinni The Invisible kl. 04.40 í nótt. Þarna er á ferðinni dramatísk spennumynd um ungan mann sem lendir í hrottafenginni árás og festist milli tveggja heima þar sem hann er ósýnilegur þeim lifandi og kemst ekki yfir móðuna miklu. Hans bíður nú erfið ferð framundar þar sem eina leiðin til lausnar er með aðstoð þeirra sem á hann réðust.
Smelltu hérna til að skoða sýnishorn úr The Invisible.