New Line og Michael Bay eru sagðir vera komnir í gang með eina helstu endurkomu síðari ára. Freddy Krueger á að snúa aftur í nýrri mynd sem er byggð á sömu forsendum og gömlu myndirnar, en eigi þó ekkert annað skylt með þeim. Þeir ætla sem sagt að byrja aftur frá byrjun. Undirritaður telur þetta gott, enda voru gerðar fjölmargar framhaldsmyndir sem voru allar ömurlegri en þær fyrri.
„Allt varðandi myndirnar um Freddy hefur ekki verið tekið tillit til. Þeir eru aftur á byrjunarreit.“ sagði heimildaraðili við heimasíðuna http://www.bloody-disgusting.com/
Einnig er talið að Cloverfield stjarnan Odette Yustman sé ætlað hlutverk í nýju myndinni. Ekkert er áætlað um tökur, en handritshöfundur verður ráðinn í verkið strax og verkfallinu lýkur.

