Það er enginn vafi á því að sjokkerandi andlát Heath Ledger hafi vakið ýmsar spurningar varðandi tvær næstu kvikmyndir hans.
Eins og flestir vita, að þá hafði hann lokið við allri vinnu sinni á The Dark Knight, og hefur Christopher Nolan tekið fram að aukatökur (re-shoots/pick-ups) séu óþarfar á þessu stigi.
Aftur á móti, er málið töluvert flóknara með væntanlegu mynd (eða hvað?) leikstjórans Terry Gilliam, sem ber titilinn The Imaginarium of Doctor Parnassus.
Tökur voru rétt svo hálfnaðar á þeirri mynd þegar að Ledger lést og voru aðstandendur að sjálfsögðu í miklu áfalli eftir fréttirnar.
Aðstandendur Parnassus eru nú í vondri aðstöðu, þar sem að hlutverk Ledgers í myndinni reyndist vera afar mikilvægt. Engin föst ákvörðun hefur verið tekin en möguleikarnir standa á milli þess að hætta alfarið við myndina eða finna nýjan aðalleikara. Hvort tveggja verður fyrirtækinu afar kostnaðarsamt, augljóslega.
En þangað til, þá hefur framleiðsla þessarar myndar verið tímabundið stöðvuð og allir aðstandendur hafa verið sendir heim.
Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn þar sem að Terry Gilliam hafi lent í veseni í kvikmyndagerð, en það gerðist svipað t.d. síðast með The Brothers Grimm, en þrátt fyrir að tökur voru kláraðar, þá var myndin látin bíða í hálft ár.
Spurningin er hvort að The Dark Knight verði allra síðasta mynd leikarans eða The Imaginarium of Doctor Parnassus, en sú síðarnefnda þykir talsvert ólíkleg.
Jókerinn sést engu að síður í júlí á þessu ári og bíðum við öll spennt eftir því.

