Ég tilkynni það hér, með mikilli undrun að Ástralski leikarinn Heath Ledger fannst látinn í íbúð sinni á Manhattan eyju í New York seinni hluta þriðjudags þann 22. janúar 2008. Hugsanlegt er að lyfjamisnotkun sé orsök dauða hans en ekkert hefur verið staðfest um það hingað til. Þetta kemur sem býsna mikið sjokk þar sem maðurinn var rétt að byrja á sínum leikaraferli og var að ganga betur en flestir aðrir leikarar á sínum aldri. Það virðist vera að The Dark Knight muni vera seinasta myndin sem Heath Ledger mun birtast í en hann var í miðjum tökum á nýju Terry Gilliam myndinni The Imaginarium of Doctor Parnassus þegar hann lést. Hann var 28 ára að nálgast 29 ára aldurinn þegar hann lést.
***UPPFÆRT***
Niðurstöður úr bráðabirgðakrufningu leiddu ekki í ljós dánarorsök og það er talið að hún eigi ekki eftir að finnast fyrr en eftir 10-14 daga. Krufningin leiddi þó í ljós nokkrar vísbendingar og dánarorsökin sem er efst á lista núna er talin vera of stór skammtur lyfja tekin í slysni, ekki er talið að um sjálfsmorð sé að ræða.
Bráðabirgðakrufningin er gerð til að athuga hvort það sé eitthvað að helstu líffærum en svo er ekki talið vera. Því mun lokakrufning fara fram fljótlega og helstu sýni úr líkamsvefjum munu mjög líklega segja til um af hverju leikarinn lést svona ungur að aldri.

