Razzies tilnefningarnar voru birtar í dag og niðurstöðurnar koma ekki beint á óvart. Fyrir þá sem ekki vita þá eru Golden Raspberry Awards a.k.a. Razzies verðlaunahátíð fyrir þá sem stóðu sig verst á árinu sem er nú nýliðið. Á þeim bæ eru menn víst ekkert stressaðir yfir því að stjörnurnar mæti ekki þó svo að þau séu tilnefnd eins og aðstandendur Óskarsins og Golden Globe Awards voru.
Lindsay Lohan og Eddie Murphy eru sterkustu aðilarnir á árlegu Razzie verðlaunahátíðinni sem verður haldin í Hollywood degi fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. I Know Who Killed Me hlaut 9 tilnefningar og Eddie Murphy hlaut 5 tilnefningar fyrir verk sín á árinu, sem er met! Þar ber stórslysaverkið Norbit hæst af, sem mig minnir að hafi farið á toppinn hér á Íslandi (þið eruð að grínast fólk!!!). Hérna eru þær myndir sem þóttu verstar á árinu. Listinn er á ensku:
Tilnefningar á mynd
I KNOW WHO KILLED ME = 9 Nominations
Worst Screen Couple, Horror Movie, Screenplay, Director, Remake/Rip-Off,
Supporting Actress, Actress (2x), Picture
I NOW PRONOUNCE YOU CHUCK & LARRY = 8 Nominations
Worst Screen Couple, Screenplay, Director, Supporting Actor (2x) Supporting Actress, Actor, Picture
NORBIT = 8 Nominations
Worst Screen Couple, Screenplay, Director, Supporting Actor, Supporting Actress, Actor (2x) Picture
BRATZ = 5 Nominations
Worst Screen Couple, Remake/Rip-Off, Supporting Actor, Actress, Picture
DADDY DAY CAMP = 5 Nominations
Worst Screenplay, Director, Prequel/Sequel, Actor, Picture
CAPTIVITY = 3 Nominations
Worst Excuse for a Horror Movie, Director, Actress

