Cloverfield slær met!

Það kemur fáum á óvart að Cloverfield hafi skilað sér með
ágætum yfir síðustu helgi vestanhafs, enda búin að vera gríðarleg bið eftir
þessari óvenjulegu skrimslamynd.


Þó svo að sögusvið myndarinnar sé epískt, þá kostaði hún rétt rúmlega $30 milljónir,
sem er tæpur fjórðungur af kostnaði helstu stórmynda.

Cloverfield var frumsýnd á föstudaginn 18. janúar og smalaði
hún inn $41 milljónum yfir helgina.

Þetta er mesta aðsókn sem kvikmynd hefur halað inn á opnunarhelgi í janúar, og
skákar hún metið sem að Star Wars (Special Edition) átti árið 1997, þegar að
hún var endurútgefin í bíó.


Cloverfield kemur hingað á klakann á föstudaginn 25. janúar.