Hér er kominn fyrsti posterinn fyrir Hell Ride kvikmyndina úr framleiðslu Quentin Tarantino en leikstýrð af hinum óþekkta Larry Bishop sem hefur aðallega unnið áður sem leikari í kvikmyndaheiminum, t.d átti hann sér lítið hlutverk í Kill Bill vol.2 og The Sting 2. Hell Ride er nútíma spagettívestri og mun fjalla mikið um mótorhjólagengi, ofbeldi, kynlíf og aðra grófa hluti sem við erum öll vön að sjá í Tarantino kvikmyndum. Leikarar á borð við Dennis Hopper, Michael Madsen, David Carradine og Vinnie Jones munu sjást í myndinni en hún verður sýnd á Sundance Film Festival þann 21. janúar 2008 en það er ekki ennþá komin dagsetning fyrir opinberlega dreifingu.

