Golden Globe hátíðin verður ekki haldin í ár, vegna verkfalls handritshöfunda. Þess í stað hefur verið ákveðið að halda blaðamannafund þar sem úrslitin verða kynnt.
Ákvörðun um þetta hefur legið lengi í loftinu vegna verkfallsins og því kemur þetta ekki á óvart. Ákvörðunin mun hafa verið tekin vegna þess að margir leikaranna sem boðið var á hátíðinna höfðu ákveðið að mæta ekki á hátíðina til að styðja handritshöfundana.
Það má segja að Golden Globe hafi verið næstþekktasta verðlaunahátíðin á eftir Óskarsverðlaununum, sem einnig er ekki alls víst að verði haldin í ár.

