Atriði vikunnar – Ingaló

Atriði vikunnar í þetta skipti er úr kvikmyndinni Ingaló. Gjóla hf. er nýverið búin að gefa myndina út á DVD og því auðvelt að nálgast hana. Þó held ég að ekki margir hafi séð hana. Ekki skrítið, því ef til vill höfðar hún ekki til allra.


Myndin segir frá Ingaló sem er til mikilla vandræða hvert sem hún fer og virðist ekki hafa stjórn á skapköstum sínum. Þar sem aðalpersónan hljómar nokkuð áhugaverð þá kemur það mér nokkuð að óvart að eftirminnilegasta atriðið var ekki um hana. Hér er aukapersóna Kalli kóngur sem er bæjarfíflið og er sífelt með ranghugmyndir um að hann sé að keyra bíl. Í þetta sinn keyrði hann út í sjó og festi sig. Skemmtilegast finnst mér hvað bæjarbúar eru hugmyndaríkir með að koma með hvetjandi orð til hans, eins og að þau trúi því að hann sé fastur í alvöru.

Næsta mánudag kem ég svo með atriði úr hálf þýsku kvikmyndinni Tár úr steini.