Tarantino mættur á klakann

Quentin Tarantino er mættur á klakann til að fagna nýju ári, en hann kemur hingað með vini sínum Eli Roth. Þeir ætla að dvelja hér í viku og dagskráin er líklegast smekkfull af túristaatburðum, m.a. að kíkja á Gullfoss & Geysir, Bláa Lónið og hið víðfræga íslenska skemmtanalíf. Tarantino mun vera mest spenntur fyrir flugeldunum og hver veit nema hann eyði nokkrum þúsundköllum í þá.

Það mun vera inní myndinni hjá Tarantino að kaupa húsnæði á Íslandi, og þá helst í Kópavoginum, en hann reynir þó líklega, eins og flestir, að bíða þangað til fasteignamarkaðinum lægir.

Fyrir þá sem vilja þá verða þeir kumpánar Eli Roth og Quentin Tarantino á skemmtistaðnum b5 í kvöld, og sagan segir að þeir verði með augun opin fyrir íslensku kvenfólki. Þá vitiði það stelpur..