Atriði vikunnar – Stormviðri

Gleðileg jól öllsömul. Nú er kominn ný vika og þá er tími fyrir nýtt atriði úr íslenskri kvikmynd. Í þetta skipti er það Stormviðri (Stormy Weather) sem fær heiður. Ég hef á tilfinningunni að ekki nógu margir hafi séð hana því hún er meðframleidd í Frakklandi.

Þessi mynd byrjar í Frakklandi en færir sig fljótt til Íslands. Í þessu atriði er Cora (Élodie Bouchez), franskur læknir, komin til Vestmannaeyja. Í fyrstu fann hún ekki þessa gestrisni sem við öll þekkjum svo vel. Hún ætlaði að taka Herjólf en er ný búin að missa af honum og því ekki búin að finna gistingu fyrir nóttina. Þetta er kannski ekki eftirminnilegasta atriðið, en mér fannst bara svo gaman að sjá hversu hugulsöm hún Guðrún (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) er.

Næsta mánudag er gamlárskvöld og þá kem ég með stutt atriði úr heimildarmynd Friðriks Þórs, Rokk í Reykjavík.