Jackass 2.5 er komin á netið og þú getur horft á hana með því að smella hér
Jackass 2.5 er gefin út á netinu og er samansett mynd af öllum aukatökum og aukaatriðum sem komust ekki í Jackass 1 & 2. Hún er gefin út í samráði við Blockbuster og MTV.
26.desember kemur út erlendis DVD-leiguútgáfa af myndinni með aukaatriðum og 45 mín. af áður óútgefnu efni. Sama dag verður hægt að niðurhala myndinni til eigin áhorfs á fjöldanum öllum af síðum, iTunes, movielink.com og Amazon.com.
Það er ljóst að þetta er algert einsdæmi í kvikmyndaheiminum, og vonandi að það verði gert meira af þessu í framtíðinni. Hverjum hefði dottið í hug að grautarhausinn Johnny Knoxville stæði á bakvið svona framtak ?

