Fyrir ekki löngu síðan þá hætti Brad Pitt við að leika í kvikmyndinni State of Play sem er byggð á BBC sjónvarpsþáttunum af sama nafni, en Russell Crowe kom fljótt í hans stað. Hinsvegar þá hefur Edward Norton einnig hætt við að leika í myndinni en Ben Affleck virðist hafa tekið að sér hlutverkið, ástæðan bakvið brottför Nortons er sú að tökur á State of Play eru á svipuðum tíma og framleiðslan á myndin Leaves of Grass þar sem Norton framleiðir og leikur aðalhlutverkið.

