Núna er komið að atriði vikunnar númer tvö. Eins og ákveðið var í síðustu viku þá er það fyrsta kvikmynd Bjarkar Guðmundsdóttur sem varð fyrir valinu í þetta skipti. Leikurinn er kannski ekkert frábær, en orðaskiptin eru þeim mun eftirminnilegri. „But what if where you are from isn’t there anymore“. Margit (Björk) er að spila eitthverskonar borðspil við stjúpfræanda sinn Jónas (Geirlaug Sunna Þormar). Í atriðinu sést vel hversu illa Jónasi líkar við nýju stjúpmóður sína, Kötlu (Bryndís Petra Bragadóttir). Einnig er sýnt hversu miklir vinir hann og Margit eru orðnir.
Margir voru búnir að spurja mig um þessa mynd áður en ég loksins fann hana í Japan, með japönskum teksta. Horði spenntur á hana á farfuglaheimilinu í Tokyo og varð ansi skelkaður á því hversu ólík myndin er grímsævintýrinu. Myndin er samt alveg ágætis áhorf miða við að hún kostaði sama sem ekki neitt.
Nú fer að styttast í jól, þannig að óvíst er hvenær næsta atriði vikunnar kemur, en ég er þó búinn að ákveða að það verður úr myndinni Stormviðri.

