Arnar Steinn Pálsson vinnur hörðum höndum í hverri viku að glænýrri strípu. Núna kemur hann með glænýja til að gleðja alla sem hötuðu nýjustu myndina eftir Paul W.S. Anderson.
Hér er lýsingin hans á bakvið teikninguna:
„Sá þessa núna um daginn, á ekki orð yfir því hvernig þeir myrtu náttúrulögmálin í þessari mynd.
Ég var farinn að hugsa um hvernig Curse of the Black Pearl væri trúverðugri en þessi og hún hafði gangandi beinagrindur. Svo var það eitthvað við svipbrigðin á aðal leikaranum sem lét hann líta út eins og cock í framan. Ákvað frekar að gera strípu um náttúrulögmáladæmið, þessar strípur eru ennþá frekar PG-13.
Hærri gæði ef þið smellið, plús strípan í heild sinni!“
Ekki hika við það að „læka“ Fésbókarsíðuna hans.