Í dag kom út opinbert teaser veggspjald fyrir nýju Batman myndina, The Dark Knight, sem verður frumsýnd í júli á næsta ári, bæði á Íslandi og vestanhafs. Eins og sjá má þá er veggspjaldið mjög töff! Einnig er komin nýtt veggspjald sem sýnir Jókerinn, sem er leikinn af Heath Ledger í þetta sinn, en það veggspjald má sjá á heimasíðu myndarinnar hér á kvikmyndir.is – þú ferð efst í hægra hornið og leitar að The Dark Knight og þá sérðu myndina!
Í gær var sýndur trailerinn af The Dark Knight fyrir sýningu á nýjustu mynd Will Smith, I Am Legend og okkur tókst að fá eintak af honum! Myndatakan er úr bíósalnum sjálfum, og við viljum vekja athygli á að þetta er alvöru bootleg myndbrotið úr myndinni, ekki það sama og lak út núna síðast í júlí. Þið getið séð bæði myndbrotin á forsíðunni hér til hliðar.

