Nýlega kom út DVD útgáfa sem inniheldur allar fimm mismunandi útgáfurnar af Ridley Scott myndinni Blade Runner (1982). Er þetta stórt fimm diska sett og hver útgáfa hefur sinn eiginn disk, fyrst er það auðvitað upprunlega bandaríska bíóútgáfan frá 1982, svo er það útgáfan utan Bandaríkjanna einnig frá 1982. Svo er það director´s cut útgáfan frá 1992 og einnig workprint frá sama ári og svo að lokum hið nýja Final Cut sem Ridley Scott telur vera besta útgáfan af myndinni sinni. Settið er hlaðið af aukaefni, allt frá heimildarmyndum um gerð myndarinnar til audio commentary um tæknibrellur myndarinnar. Núna þar sem 25 ár hafa liðið síðan myndin kom út þá ættu að vera til nógu margar útgáfur núna til þess að endast næstu 25 ár, en hver veit hvað Ridley gerir næst. Ég hafði lesið um þá möguleika að hann sé að fara gera fjagra klukkutíma director´s cut af 1492: Conquest of Paradise, en það eru aðeins orðrómar…

