Í 24 stundum í morgun kemur fram að fyrirtækið IBM sé nú að íhuga að setja auglýsingar inní DVD-myndir á DVD-diskum. Þá mun áhorfið verða svipað og þegar horft er á sjónvarpsþætti, auglýsingahlé með ákveðnu millibili. Þetta verður gríðarleg breyting ef þessi hugmynd kemst í gegn.
IBM segist þó ætla að hafa 2 tegundir DVD-diska í umferð, og verður ódýrari diskarnir með auglýsingum á en þeir dýrari án auglýsinga. Þetta mun reynast gríðarleg tekjulind fyrir framleiðendur, og margir segja að þetta sé þeirra svar við p2p-niðurhölum (torrent.is o.fl.) almennings.

