Það bíða eflaust margir spenntir eftir Sex and the City: The Movie sem
verður frumsýnd 30.maí 2008 í Bandaríkjunum, en óvíst er hvenær hún
verður tekin til sýninga hér á klakanum. Það var birtur teaser í gær úr
myndinni sem sýnir nú ekki mikið, en það er samt gaman að skoða hann!
Við bendum á að teaserinn er hægt að sjá hér.
Myndin á að gerast 4 árum eftir að þáttaraðirnar hættu og segja á sama
hátt frá lífi vinkvennanna í New York. Gerð myndarinnar kemur nokkuð á
óvart þar sem það er vitað að þó svo að leikkonurnar Sarah Jessica
Parker og Kim Cattrall séu vinkonur í þáttunum (og myndinni) þá líki
þeim alls ekki vel við hvor aðra í raunveruleikanum.
Ekki er enn komið veggspjald fyrir myndina en við bíðum að sjálfsögðu spennt eftir því. Myndin með fréttinni er þó smávægis sárabót fyrir aðdáendur, þetta er ljósmynd úr væntanlegri kvikmynd þeirra.

