Mirren fær verðlaun

Breska leikkonan Helen Mirren hlaut verðlaun sem besta leikkonan í aðalhlutverki á verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndakademíunnar sem fram fró í Berlín í gær. Verðlaunin hlaut hún fyrir túlkun sína á Elísabetu Bretadrottningu í kvikmyndinni The Queen.

Kvikmyndin 4 Months, 3 Weeks and 2 Days frá Rúmeníu var hinsvegar valin besta kvikmyndin á verðlaunahátíðinni, en myndin hlaut einnig Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Cristian Mungiu, sem bæði framleiddi og leikstýrði myndinni, sagði það vera mikinn heiður að hljóta verðlaunin.

Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Jean-Luc Godard var heiðraður á hátíðinni fyrir ævistarfið.

Fréttin er fengin af vefnum mbl.is