Heimildarmynd um Bob Dylan vekur gríðarlega athygli vestanhafs um þessar mundir, og er m.a. tilnefnd til 5 verðlauna í árlegu Spirit Awards verðlaunahátíðinni sem er haldin 23.febrúar, degi áður en Óskarsverðlaunahátíðin er haldin. Spirit Awards verðlaunar bestu sjálfstæðu myndirnar og er því greinilegt að aðdáendur ,,indie\“ tegundarinnar eiga von á góðu. Myndin um Bob Dylan heitir I\’m not There var einnig valin til að hljóta Robert Altman verðlaunin, sem eru veitt núna í fyrsta sinn sem virðingarvottur við leikstjórann, en eins og flestir vita þá lést hann nú fyrr á þessu ári.
Myndin er óhefðbundin með þeim hætti að 7 leikarar eru látnir tákna sjónarhorn á karakter Bob Dylan, m.a. Cate Blanchett og Richard Gere. Þetta hljómar mjög skringilega og það verður fróðlegt að sjá hvernig leikstjórinn Todd Haynes vann úr þessum efnivið. Það er ekki ákveðið hvort eða hvenær myndin verður tekin til sýninga á Íslandi, en eitthvað segir mér að eftirspurnin eftir þessari mynd eigi eftir að aukast hér á klakanum.

