Veðramót fékk 11 tilnefningar!

Kvikmyndin Veðramót, eftir Guðnýju Halldórsdóttur, fékk flestar
tilnefningar, 11 talsins, til Edduverðlaunanna sem veitt verða í nóvember.
Kvikmyndin var tilnefnd sem mynd ársins og Guðný Halldórsdóttir var tilnefnd
sem leikstjóri ársins og einnig fyrir handrit að myndinni. Þær Hera
Hilmarsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir, sem leika í Veðramótum, voru báðar
tilnefndar sem leikonur ársins og þeir Gunnur Martinsdóttir Schlüter, Jörundur
Ragnarsson og Þorsteinn Bachman voru tilnefndir sem leikarar ársins í
aukahlutverki.

Þá var myndin tilnefnd til verðlauna fyrir hljóð og tónlist,
búninga og leikmynd.