Edduverðlaunin fóru fram í gær, sem fór víst ekki framhjá
neinum. Athygli vakti að Veðramót hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndar, en
eftir 11 tilnefningar fékk hún aðeins 1 verðlaun. Guðný Halldórsdóttir,
leikstjóri Veðramóta, sagði að það sem einkenndi verðlaunahátíðina var hversu
mikið karlaveldi kvikmyndaiðnaðurinn er orðinn. Hins vegar var það Ragnar
Bragason sem sá sitja sáttur við sinn hlut, enda fékk kvikmyndin Foreldrar
flest verðlaun. Gísli Einarson deildi verðlaunum með Kompás fyrir þátt sinn Út
og Suður, og er hann vel að verðlaununum kominn. Hérna er listinn yfir
vinningshafa í heild sinni:
Kvikmynd ársins
Foreldrar
Leikstjóri Ársins
Ragnar Bragason
Leikkona ársins í aðahlutverki
Nanna Kristín Magnúsdóttir fyrir hlutverk sitt í Foreldrar
Leikari ársins í aðalhlutverki
Ingvar E.Sigurðsson fyrir hlutverk sitt í Foreldrar
Leikkona/leikari ársins í aukahlutverki
Jörundur Ragnarsson fyrir Veðramót
Handrit Ársins
Ragnar Bragason, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson,
Víkingur Kristjánsson og leikhópurinn fyrir handritið að Foreldrar.
Heimildarmynd ársins
Syndir Feðranna
Stuttmynd ársins
Bræðrabylta eftir Grím Hákonarson
Leikið sjónvarpsefni ársins
Næturvaktin
Sjónvarpsmaður ársins
Egill Helgason
Frétta og/eða viðtalsþáttur ársins
Kompas og Út og Suður
Menningar- og /eða lífsstílsþáttur ársins
Kiljan
Skemmtiþáttur ársins
Gettu Betur
Hljóð og tónlist
Gunnar Árnason fyrir Köld Slóð
Útlit myndar
Árni Páll Jóhannsson fyrir Köld Slóð

