Spielberg og Jackson ræða um Tinna á Comic-Con

Eins og við höfum sagt frá hér á síðunni þá er væntanleg teiknimynd byggð á ævintýrum Tinna eftir belgíska teiknarann Hergé, The Adventures Of Tintin: The Secret Of The Unicorn. Leikstjórarnir og framleiðendurnir Steven Spielberg og Peter Jackson, sem standa að verkefninu, mættu á Comic-Con ráðstefnuna í San Diego í Bandaríkjunum, sem er nýlokið, og ræddu myndina við blaðamenn.

Í viðtalinu hér að neðan segja þeir meðal annars frá því að Steven Spielberg hafi ekki kynnst Tinnabókunum fyrr en hann var kominn yfir þrítugt, þegar einhver sagði við hann að mynd hans, Raiders of the Lost Ark, um fornleifafræðinginn Indiana Jones, væri mjög áþekk ævintýrum Tinna í Tinnabókunum.