Þýski dreifingaraðilinn MDC.INT hefur tryggt sé alheimsréttinn á kvikmynd Guðnýja Halldórsdóttur, VEÐRAMÓT. Hér er um að ræða rótgróinn og virtan dreifingaraðila gæðakvikmynda frá öllum heimshornum. MDC dreifir kvikmyndum, heimildarmyndum, barnamyndum, teiknimyndum og stuttmyndum og er ávallt áberandi á öllum helstu kvikmyndahátíðum heims.
Útlit er fyrir að VEÐRAMÓT verði valin á kvikmyndahátíðina í Berlín 2008, en útsendarar hátíðarinnar sáu myndina á lokaðri sýningu í Noregi fyrir skömmu síðan. Kvikmyndahátíðin í Berlín telst til svokallaðra A-hátíða ásamt 5 öðrum hátíðum, sem þýðir að hún er talin vera ein af 6 sterkustu kvikmyndahátíðum veraldar og má segja að hún sé öflugasti vettvangur heims til að koma á framfæri nýjum Evrópskum kvikmyndum.
Kvikmyndahátíðin í Berlín fer fram í febrúar á næsta ári og fer sem horfir, verður VEÐRAMÓT ekki sýnd á erlendri grundu fyrr en þá, þrátt fyrir að myndin fá boð frá erlendum hátíðum svo til daglega um þessar mundir.
Veðramót hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýenda sem og áhorfenda en tæplega 10.000 manns hafa séð myndina á innan við tveimur vikum og dómarnir hafa verið hver öðrum betri.

