Ellefu aukaleikarar féllu af vörubíl við tökur á Valkyrie í Berlín síðastliðinn sunnudag. Einn þeirra slasaðist alvarlega og var sendur á spítala. Lögreglan mætti á svæðið til að rannsaka málið en trukkurinn opnaðist á hliðinni við það að keyra fyrir horn. Tökum var frestað þar til rannsókn lýkur.

