Tom Cruise að trekkast?

Tom Cruise hefur verið boðið að taka að sér hlutverk í Star Trek XI. Hlutverkið sem um ræðir er kafteinninn Christopher Pike. Pike var forveri Kirk í upprunalegu Star Trek seríunni. Jeffrey Hunter lék Pike í prufuþættinum en NBC leist eitthvað illa á prufuþáttinn og þegar nýr prufuþáttur var gerður var Hunter upptekinn sem varð til þess að William Shatner tók að sér að leika Kirk. Hlutverk Pike í nýju myndinni er álíka lítið, en þar verður hann maðurinn sem sendir geimskipið Enterprise af stað í jómfrúarferðina sína.