450 reknir frá New Line

Nú er komið að algerum endalokum hjá velflestum starfsmönnum New Line Cinema, en við greindum frá því fyrir stuttu að miklar breytingar væru yfirvofandi hjá þeim, en þá frétt má lesa hér.

Time Warner hafa ákveðið að láta 450 manns fara á einu bretti, en fyrir stuttu síðan voru þeir um 600 talsins. Þeim hefur fækkað jafnt og þétt þangað til í dag, en nú eru á milli 40-50 starfsmenn eftir hjá New Line. Sumum verður þó boðið starf hjá Time Warner sem sárabót.

Time Warner hafa innleitt New Line Cinema inní rekstur sinn, en síðustu 40 ár hefur New Line Cinema starfað algerlega sjálfstætt. Lítið mun fara fyrir þeim eftir þetta, en þeir munu halda áfram að búa til nokkrar myndir á ári undir verndarvæng stóra bróður, Time Warner.