Eins og við greindum frá fyrir nokkru síðan er nú unnið að annarri mynd eftir hinni geysivinsælu 300, sem skartaði Gerald Butler í hinu eftirminnilega hlutverki Leonidas. Leikstjóri fyrri myndarinnar, Zack Snyder, mun því miður vera önnum kafinn við að leikstýra næstu mynd um ofurhetjuna Superman og er því leitað að leikstjóra til að taka við af honum.
Valið er nú sagt standa á milli Noam Murro, sem gaf frá sér myndina Smart People, og Jaume Collet-Sera sem leikstýrði nú seinast spennumyndinni Unknown.
Eins og titill fréttarinnar gefur til kynna verður titill myndarinnar 300: Battle of Artemisia og gerist hún 10 árum fyrir atburði 300. Fjallar hún um konung Persaveldis, Xerxes, sem margir muna eftir, og valdabaráttu hans. Rétt eins og fyrri myndin verður 300: Battle of Artemisia byggð á samnefndri bók eftir Frank Miller sem enn er óútgefin. Samkvæmt heimildum ComingSoon.net verður Gerald Butler beðinn að snúa aftur sem hershöfðinginn eitursvali Leonidas, en ekki er vitað hvort Rodrigo Santoro muni leika Xerxes á ný.