2,4 milljónir Bandaríkjamanna sáu frumsýningu sjónvarpsstöðvarinnar HBO á kvikmyndinni Behind the Candelbra með Michael Douglas í hlutverki píanistans Liberace.
Þetta er mesta áhorf sem HBO-mynd hefur náð síðan læknadramað Something the Lord Made var frumsýnt á stöðinni árið 2004.
Samkvæmt fyrirtækinu The Nielsen Company sá 1,1 milljón áhorfenda til viðbótar myndina í endursýningu skömmu eftir frumsýninguna á sunnudaginn.
Behing the Candelbra, sem er í leikstjórn Steven Soderbergh, kemur í bresk kvikmyndahús 7. júní. Hún er byggð á endurminningum Scott Thorson, Behind the Candlebra: My Life with Liberace. Matt Damon leikur leynilegan ástmann píanistans.
Myndin var heimsfrumsýnd á Cannes-hátíðinni fyrir skömmu.