Uwe Boll er á góðri leið með að verða mest hataði og jafnframt versti leikstjóri sem heimurinn hefur séð til þessa. Undirskriftalisti er nú í gangi á netinu til að fá hann til að hætta að gera myndir, en hann segir að ef fjöldi þeirra sem skrifa undir nálgist heila milljón þá muni hann íhuga það!
Entertainment Weekly settist niður og horfði á myndir leikstjórans og nú skulum við renna aðeins yfir 11 verstu myndir kappans frá upphafi, í tímaröð því þær eru allar jafn ömurlegar:
German Fried Movie

Myndin er gerð fyrir nánast engan pening og gerir grín að öllum fjandanum, m.a. gamanþáttum, trú og fóstureyðingum…sem er alltaf jafn fyndið… Myndin er í stíl Kentucky Fried Movie frá árinu 1977 en nær engan veginn að fá áhorfandann til að hlægja eða jafnvel njóta sín á einhvern mannlegan hátt.
Barschel – Murder in Geneva

Eins huggulegur og titillinn hljómar þá er þessi mynd það alls ekki. Myndin fjallar um dauða pólitísku hetjunnar Uwe Barschel, og á víst að vera einhverskonar B-útgáfa af JFK sem Oliver Stone leikstýrði. Setningin „Þetta er alger skítur!“ er sögð í myndinni og er líka hægt að segja um handritið. Fyrsta flokks RUSL
The First Semester (1997)

Unglingagamanmynd sem stórlega misheppnast, þó svo að henni hafi gengið vel í bíó. Ég nenni ekki einu sinni að skrifa um hvað hún er því það þýðir að Uwe Boll hafi vinninginn yfir mér. Bara ekki sjá hana.
Sanctimony (2000)

Hræðilegt og eiginlega mógðunarvert ripoff af American Psycho. Já þið sáuð rétt, maðurinn á myndinni lék líka í Starship Troopers. Myndin lagði grunninn af næstu myndum sem Uwe Boll gerði, semsagt byrjunin á ágætri skítarönd frá kappanum.
Blackwoods (2002)

Sú skársta af myndum Uwe Boll (ég trúi því ekki að ég sé að segja þetta), en það hlaut einhver að enda á toppnum af þessari skítahrúgu sem maðurinn hefur gefið út í gegnum tíðina. Uwe Boll nappaði í annan leikara úr Starship Troopers fyrir þessa mynd (frumlegt), þetta er hin típíska „beint á spólu“ mynd, sem verður að teljast hrós fyrir leikstjóra myndarinnar Uwe Boll.
Heart of America (2003)

Byssuglaður unglingur skýtur samnemendur sína í bandarískum háskóla(bíddu…hef ég ekki séð þennan söguþráð einhversstaðar áður..og betur gerðan líka?!)
House of the Dead (2003)

Fyrsta mynd Uwe Boll til að fara í bíó í Bandaríkjunum og einnig sú fyrsta sem virkilega byrjaði að pirra tölvuleikjaaðdáendur. Þessi mynd er dæmi um greinilega vanhæfni, fáránlega lélegar samræður meðal annars og segja að hún sé undir áhrifum Das Boot, Star Trek og Scarface er eiginlega bara móðgun. Hvernig í andskotanum getur uppvakningur slegist með sverð?? hvaða bull er þetta?!
Alone in the Dark (2005)

Ef þú ætlar bara að sjá eina mynd með Uwe Boll (en ekki gera það, plís) þá er þetta víst myndin. Ekki það að hún sé góð…alls ekki, en það er hægt að njóta hennar sem algerrar B-myndar, illa gerðrar B-Myndar. Söguþráðurinn er óljós enn þann dag í dag, en þetta fjallar eitthvað um verur frá annarri mynd og Tara Reid leikur vísindamann.
Bloodrayne (2005)

Mynd eftir samnefndum tölvuleik. Henni hefur tekist að láta Uwe Boll verða hataðan af þúsundum manna og þó svo að handritið hafi verið skrifað af handritshöfundi American Psycho þá tekst því ekki að flýja ömurlega og barnalega sýn og leikstjórn Uwe Boll. Myndin græddi einn tíunda af þeim 25 milljónum sem hún kostaði og var tilnefnd til 6 Razzies verðlauna.
Bloodrayne II: Deliverance (2007)

Já það er rétt! Eins ömurleg og fyrsta myndin var gerð þá var gerð framhaldsmynd, og þessi gerist í villta vestrinu. Önnur leikkona kemur í stað aðalleikonunnar í fyrri myndinni og engin skýring er gefin fyrir því, það var samt pottþétt gert því fyrri myndin var vægast sagt algert rusl. Næsta setning er söguþráðurinn og nei hann er ekki djók: Hálfmennsk-hálf vampíra berst við Billy the Kid!
In the Name of the King: A Dungeon Siege Tale (2007)

Enn tölvuleikjamyndin og Jason Statham leikur í þessari. Myndin ku vera sæmileg í besta falli. Myndin kostaði 60 milljónir dollara en græddi 3,3 milljónir dollara! Það er eflaust hægt að kalla þenna tölvuleikjaþríleik hans „Uwe Boll’s Trilogy of Shit!“
Þó svo að Uwe Boll hafi aðeins leikstýrt 19 myndum, og þetta sé listi yfir þær 11 verstu þá eru hinar 8 algert rusl. Hann er með hvorki meira né minna en 4 myndir í bígerð. Þessar myndir verða/eru athyglisverðastar: Postal, Seed, Tunnel Rats og Far Cry. Allar með Michael Paré í aðalhlutverki, þarf að segja meira?
Tengdar fréttir:

