10 ævintýrasögur af Óskarsstyttum!

Óskarsverðlaunahátíðin hefur alltaf verið mjög „commercial“ og hika
aðstandendur hennar ekki við að líta niður á óviðeigandi hegðun. Þeir
vilja eindregið að fólk beri ótakmarkaða virðingu fyrir glæsilegu
verðlaunagripunum sem hafa einkennt hátíðina í gegnum árin, en þetta
breytir því ekki að það eru til ótrúlegar sögur af sumum óskurum og
hvar þeir hafa lent!

Síðan 1950 hefur verið gildandi samningur við vinningshafa sem gerir
þeim ekki kleyft að selja Óskarana sína á uppboðum eða einhverju þess
háttar.

10. Óskarinn hans Isaac Hayes fyrir hlutverk hans í Shaft er staðsettur
við inngang veitingastaðar hans í Memphis sem ber nafnið „Music, Food
and Passion“

9.Shelley Winters fékk óskarinn fyrir hlutverk sitt í The Diary of Anne Frank árið 1959 og gaf hann til Anne Frank House safnsins í Amsterdam.

8.Eftir að Jimmy Stewart vann óskarinn fyrir Philadelphia Story árið
1940 þá gaf hann föður sínum styttuna sem sýndi hana stoltur í
búðarglugganum sínum í langt í 20 ár.

7. William Hurt fékk óskarinn sem besti aðalleikari fyrir hlutverk sitt
í Kiss of the Spider Woman árið 1985. Þegar leikarinn var að flytja
árið 2006 þá tók einn þeirra sem hjálpaði honum að flytja á sprettinn
með styttuna og tókst að komast í burtu með hana. Styttan fannst þó í
skurði meðfram þjóðveginum nokkrum dögum síðar og var skilað til
leikarans en þjófurinn fannst þó aldrei.

6.Nestor Almendros var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir myndina
Days of Heaven en missti næstum því af hátíðinni! Hans besti vinur
tókst að koma honum í bílinn og á leiðarenda á lokaandartökum
tilnefninganna og kom Nestor því hlaupandi uppá sviðið til að taka á
móti verðlaununum. Hann stóð í algerri þakkarskuld við vin sinn, Scotty
Bowers, og gaf honum styttuna árið 1992 rétt áður en Nestor dó úr
alnæmi. Scotty er nú þekktur í Hollywood fyrir að vera óragur við að
taka óskarinn með í veislur og partý, enda starfar hann sem þjónn.

5. Óskarsstyttan hans Clark Gable frá árinu 1934 sem hann fékk fyrir
myndina It Happened one Night var seldur á uppboði árið 1996. Það
fylgir sögunni að kaupandinn hafi verið enginn annar en Steven Spielberg sem keypti hann á 607.500 dollara! Hann gaf styttuna til Óskarsverðlaunaakademíunnar.

4.Sviðsstjórinn F.Keogh Gleason vann hjá MGM í hátt í 40 ár og vann 4
óskara. Þegar 3 óskaranna komu upp á yfirborðið hjá veðbókara í
Hollywood þá varð hann ekki sáttur. Seinna kom í ljós að sonur hans
hafði lent í peningavandræðum og ákvað að veðsetja þá, en náði þó að
endurheimta þá úr helju eftir einhvern tíma.

3.Whoopi Goldberg fékk óskarinn fyrir hlutverk sitt í Ghost. Styttan
var send í hreinsun af fyrirtækinu sem framleiðir stytturnar en týndist
í sendingunni! Týnda styttan fannst loksins í ruslagámi á flugvelli í
Kaliforníu.“Ég ætla aldrei að fara með styttuna úr húsi eftir þetta“
sagði Goldberg.

2.Barnastjörnurnar Shirley Temple og Margaret O’Brien fengu báðar
„mini“ óskarsstyttur í flokknum „Bestu barnastjörnurnar“. Næsta dag
þegar heim var komið var ráðskonan á heimilinu flúin – með styttuna! 10
árum síðar fengu þær stöllurnar nýjar styttur en sú upprunalega sneri
uppá yfirborðið næstum því 40 árum síðar á háskólalóð í Pasadena og var
skilað til O’Brien.

1.Alice Brady vann óskarinn sem besta aukaleikkona árið 1938 fyrir
hlutverk sitt In Old Chicago en var of veik til að mæta á hátíðina.
Maður í hennar nafni stökk þá upp á svið þegar hún var tilkynnt sem
sigurvegari og tók á móti verðlaununum. Seinna kom þó í ljós að Alice
þekkti þennan mann nákvæmlega ekki neitt og óskarinn hefur enn ekki
fundist! Hún lést úr krabbameini áður en hægt var að gera nýjan óskar
sem hún átti að eiga!