Margir af hverjum þekktustu leikurum Hollywood voru mættir í kvöldverðarboð hjá National Board of Review í vikunni, kvöldverðarboðið hefur verið líkt við upphitun Golden Globes-verðlaunanna. Á kvöldverðinum var m.a. leikkonan Emma Thompson heiðruð fyrir leik sinn í kvikmyndinni Saving Mr. Banks, sem fjallar um samband Walt Disney og Mary Poppins höfundinn, P.L Travers. Thompson hefur einnig leikið í kvikmyndum á borð við Love Actually og Sense & Sensebilty.
Meryl Streep fór með ræðu á kvöldverðinum, til heiðurs Thompson, hún fór þó aðeins út fyrir umræðuefnið og nýtti tímann frekar í að gagnrýna Walt Disney. Streep sakaði hann m.a. um karlrembu og kynjamisrétti. Streep var boðið hlutverkið í áðurnefndri kvikmynd en neitaði að sökum þess að hún vildi ekki taka þátt í kvikmynd þar sem væri verið að sykurhúða Walt Disney. Streep sagði meðal annars í ræðunni að Disney hafi aldrei kunnað vel við konur og vitnaði í það þegar hann sagðist ekki treysta konum og köttum.
Að lokum las Streep upp bréf frá fyrirtæki Disney til konu sem langaði til þess að skapa teiknimyndir fyrir fyrirtækið. Í bréfinu stóð: „Konur koma ekki að því að skapa, né teikna fyrir okkar myndir, sú verk eru einungis fyrir unga karlmenn.“