Videodrome illmennið fallið frá

Kvikmyndaleikarinn Leslie Carlson er látinn. Carlson er þekktastur fyrir leik sinn í hlutverki illmennisins Barry Convex í sígildri hrollvekju David Cronenberg, Videodrome. Carlson lék einnig í þremur öðrum Cronenberg myndum, í A Christomas Story auk þess að leika í sjónvarpsþáttum.

leslie-carlson-616x400

Banamein hans var krabbamein, en hann skildi við á heimili sínu í Toronto í Kanada þann 3. maí sl., 81 árs að aldri.

Auk þess að leika hið óhugnanlega illmenni í Videodrome, sem hann fékk tilnefningu til Genie verðlaunanna fyrir sem besti leikari í aukahlutverki, þá kom Carlson fram í Cronenberg myndunum The Dead Zone frá 1983, The Fly, frá 1986 og stuttmyndinni Camera frá árinu 2000.

Eitt þekktasta hlutverk hans fyrir utan þetta var hlutverk áhugasams trjásölumanns í jólamyndinni A Christmas Story frá árinu 1983. Einnig kom hann fram í Black Christmas og Deranged.

Á meðal sjónvarpsþátta sem hann lék í voru The X-Files, Highlander, McGyverog 21 Jump Street.

Carlson fæddist í Mitchell,S.D., og flutti til Kanada á sjöunda áratug síðustu aldar.

Hann lætur eftir sig eiginkonuna Joan, synina Ned og Ben og systurina, Judy.

 

Stikk: