Sucker Punch (2011)12 ára
( Angel Wars )
Frumsýnd: 1. apríl 2011
Tegund: Spennumynd, Spennutryllir, Ævintýramynd
Leikstjórn: Zack Snyder
Skoða mynd á imdb 6.1/10 198,926 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Alice in Wonderland' with machine guns
Söguþráður
Baby Doll á afar illgjarnan stjúpföður sem lætur senda hana á geðveikrahæli. Þar á, innan aðeins nokkurra daga, að framkvæma á henni heilaskurðaðgerð sem mun eyðileggja allan persónuleika hennar. Innan veggja hælisins hittir hún fyrir nokkrar aðrar ungar konur, sem hjálpast að við að leita á náðir ímyndunaraflsins til að flýja kaldranalegan raunveruleika umhverfis síns. Baby Doll fær þá hugdettu að flýja sjálft hælið með hjálp fjörugs ímyndunarafls þeirra, og eftir nokkra baráttu fær hún þær með sér i að skipuleggja flóttann. Þegar áætlunin er sett af stað fara hins vegar mörkin milli ímyndunar og raunveruleika að verða æði óskýr, þar sem þær þurfa að berjast við alls kyns skrímsli og skuggaverur til að hafa uppi á þeim fimm hlutum sem þær þarfnast til að sleppa fyrir fullt og allt frá föngurum sínum. Sögusvið myndarinnar er sjötti áratugur síðustu aldar.
Tengdar fréttir
23.12.2013
Vesúvíus gýs - Plakat úr Pompeii
Vesúvíus gýs - Plakat úr Pompeii
Fyrsta plakatið úr stórslysamyndinni Pompeii er komið á netið. Áður höfðu tvær stiklur úr myndinni komið út. Plakatið er tilkomumikið og sýnir aðalleikarana Kit Harington (úr Game of Thrones) og Emily Browning (úr Sucker Punch) kyssast á sama tíma og eldfjallið Vesúvíus gýs fyrir ofan borg Rómverja, Pompeii. Þessi þrívíddarmynd er  byggð á sannsögulegum...
03.12.2013
Umfjöllun: The Hunger Games: Catching Fire (2013)
Umfjöllun: The Hunger Games: Catching Fire (2013)
Catching Fire fjallar um Katniss Everdeen sem er núna flutt í betra hverfið í umdæmi 12. President Snow  hefur ekki fyrirgefið Katniss fyrir að hafa verið með uppreisn í fyrri myndinni og til að ná sér niðri á henni ákveður hann að halda keppni með öllum fyrrverandi vinningshöfum úr öllum umdæmum. Ég er örugglega ekki í rétta markhópnum fyrir þessa mynd, en var...
Trailerar
Stikla #3
Stikla #2
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 23% - Almenningur: 47%
Svipaðar myndir