Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Wall Street: Money Never Sleeps 2010

(Wall Street 2)

Justwatch

Frumsýnd: 24. september 2010

Gordon never gives up

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Efnahagskerfi heimsins er að hruni komið, þegar ungur miðlari af Wall Street fer að vinna með alræmdum hauki af Wall Street, Gordon Gekko. Fyrirætlun þeirra er tvíþætt; að vara efnahagskerfi heimsins við væntanlegu hruni, og að finna út úr því hver bar ábyrgð á dauða á læriföður unga miðlarans.

Aðalleikarar

Allt í lagi framhaldsmynd
Wall Street: Money Never Sleeps er framhald hinnar vinsælu Wall Street frá 1987. Í þessari mynd er aðalsöguhetjan Jake Moore kærasti Winnie dóttur Gordon Gekko sem fór alveg með sjálfan sig í fyrstu myndinni og endaði í fangelsi.
Jake er að gera það gott í fjármálaheiminum á Wall Street þegar efnahagshrunið skellur á árið 2008. En þá snýr hann sér til Gekko og fær aðstoð hans til að reyna að bjarga stóru fyriráætlum sínum.

Wall Street: Money Never Sleeps er ágætis afþreying, en lök framhaldsmynd í þeim skilningi að hún virkar eiginlega ekki sem sjálfstæð mynd þó hún sé virkilega að reyna það.
Leikararnir eru fínir, Carey Mulligan skín ekki í þessari mynd og eins og í An Education en er þó ágæt, Shia Laboeuf er sömuleiðis ágætur. Michael Douglas er léttilega skemmtilegasti karakterinn í þessari mynd og stendur fyrir sínu í leiknum.

Það er aðal galli þessarar myndar að hún getur ekki ákveðið sig hvort hún sé fjölskyldudrama, fjármáladrama eða sambandsdrama. Hún ákveður sig heldur ekki hvort Gekko eigi að vera vondi kallinn eða góði kallinn.

Þeir sem fíluðu gömlu Wall Street munu líklega skemmta sér yfir framhaldsmyndinni og cameo Charlie Sheen. Ég mæli samt ekki sterklega með þessari mynd fyrir aðra áhorfendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lakari en sú fyrri, en samt góð
Ennþá í dag særir það mig pínu innst inni hvað Oliver Stone er orðinn mjúkur, a.m.k. miðað við hvernig hann var hér áður fyrr. Einu sinni hafði hann einhverjar stærstu hreðjar sem fannst í kringum Hollywood og hræddist þess aldrei að vera beittur og djarfur. Hann var aldrei betri en í kringum lok níunda áratugarins og uppúr mið tíunda, svo breyttist hann í allt annan leikstjóra. Menn klóra sér ennþá í hausnum yfir ringulreiðinni sem hét Alexander og persónulega tel ég World Trade Center vera einhver mestu mistök sem hann hefur nokkurn tímann gert. Stone gerði svo tilraun til þess að vera djarfur með W. fyrir tveimur árum síðan en hún náði samt aldrei að vera það sem hún vildi vera og menn annaðhvort gleymdu henni eða sýndu henni ekki minnsta áhuga. Það segir þar af leiðandi alls ekki mikið þegar maður kallar Wall Street: Money Never Sleeps það besta sem hann hefur gert síðan... jaa... annaðhvort U-Turn eða Nixon, en ég verð að viðurkenna að hún er bara hörkugóð.

Af sökum þess að Stone er allt annar maður núna en hann var árið 1987 segir það sig sjálft að þessi mynd er talsvert bitlausari og óminnisstæðari en sú fyrsta, sem var frábær. Samt, þrátt fyrir vissa galla fannst mér þessi vera mjög skemmtileg þegar öllu er á botninn hvolft. Handritið er þétt, einstaka sinnum hnyttið og óvænt, og heldur manni áhugasömum og skemmtir manni á sama tíma. Leikararnir gera líka helling fyrir mynd eins og þessa, og frammistöðurnar einar og sér ásamt samspili leikara nær alveg að tryggja meðmæli á þessa ræmu. Maður sér það strax að Michael Douglas er að fíla sig í botn í hlutverkinu sem gaf honum Óskarinn í denn. Það pirrar mig smá hvað Gordon Gekko hverfur oft úr sögunni, stundum í meira en 20 mínútur í einu, eins og myndin sé bara ekkert að spá í honum. En svo þegar hann er loksins á skjánum helst athyglin ótrufluð.

Shia LaBeouf er sjálfur góður hérna, og það er gaman að sjá drenginn fá eitthvað sem hann hefur ekki oft áður fengið: alvöru karakter. Drengurinn er viðkunnanlegur og gegnir hlutverki sínu vel. Það er tilbreyting að fá enn og aftur staðfestingu að hann getur leikið þegar hlutverkið krefst þess, í stað þess að vera bara fyndni gaurinn sem hleypur til og fá í eltingarleikjum. Carey Mulligan (stelpan sem bræddi mig í An Education) er sömuleiðis fín og virðist hafa masterað það vel að gráta. Ég held að hún geri fátt annað út alla myndina, Samt skal ég gefa henni kredit fyrir það að eiga eina albestu senuna, þar sem hún grætur einmitt á móti Douglas - sem sjálfur fellir eitt eða tvö tár (en alls ekki fleiri! Þetta er nú Gordon GEKKO!). Það gerist síðan ekkert sjálfsagðara en að Josh Brolin standi sig eins vel. Maðurinn er löngu orðinn að einhverjum traustasta leikara sinnar kynslóðar. Aldrei neitt vont um hann að segja. Nema kannski í gubbinu Jonah Hex, en hann var langt frá því að vera það versta við þá mynd.

Leikstjórn Stones gengur upp og gamli kallinn heldur prýðisgóðu flæði á myndinni. Klippingarstíllinn er einnig skemmtilega villtur - eins og mátti búast við, ef þið munið eftir fyrstu myndinni - en aldrei of pirrandi þó hann jaði við það. Ég hugsa samt að galdurinn til að njóta þessarar myndar sé sá að forðast samanburð á milli hennar og nr. 1 eins mikið og maður getur. Ég veit að það er erfitt, en myndirnar eru ekkert þræddar mikið saman hvort sem er. Money Never Sleeps er augljóslega veikari myndin, en hún stendur samt fyrir sínu, inniheldur óvenju sterkan boðskap og lætur manni aldrei leiðast. Aðdáendur leikstjórans þurfa samt að bíta í það súra mjög snemma og gera sér grein fyrir því að maðurinn er orðinn talsvert væmnari í dag en hann var áður. Ég þakka samt guði fyrir það að væmnispollurinn hér sé ekki jafn djúpur og hann var í World Trade Center. Jeeeesús!

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.02.2020

Verstu framhaldsmyndir allra tíma

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS ...

30.05.2019

Dauðinn allt um kring í Rambo: Last Blood stiklu

"I´ve lived in a world of death," eða, "Ég hef lifað í heimi þar sem dauðinn er allt um kring", segir Sylvester Stallone í fyrstu stiklu úr Rambo: Last Blood, en leikarinn er nú mættur rétt eina ferðina í hlutverki hi...

12.10.2013

Douglas laug til um krabbameinið

Michael Douglas laug til um að hann væri með krabbamein í hálsi. Í raun og veru var hann með krabbamein í tungu. Douglas greindist með meinið rétt áður en hann átti að fara í langa kynningarferð vegna myndarinnar Wal...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn