Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Titanic 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. febrúar 2023

Nothing On Earth Could Come Between Them.

194 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 75
/100
11 Óskarsverðlaun (besta mynd, leikstjórn, tæknibrellur, hljóð, hljóðvinnsla, myndataka, sviðshönnun, klipping, frumsamda tónlist, frumsamda lag, búningar)

Stórmynd um eitt hrikalegasta sjóslys sögunnar. Sagan hefst 84 árum eftir slysið. 100 ára gömul kona að nafni Rose DeWitt Bukatar segir ömmubarni sínu, Lizzy Calvert, reynslusögu sína þegar hún fór í jómfrúarferð farþegaskipsins Titanic þann 10. apríl 1912. Hin unga Rose fer um borð í skipið ásamt efri stéttar farþegunum, og móður sinni Ruth DeWitt... Lesa meira

Stórmynd um eitt hrikalegasta sjóslys sögunnar. Sagan hefst 84 árum eftir slysið. 100 ára gömul kona að nafni Rose DeWitt Bukatar segir ömmubarni sínu, Lizzy Calvert, reynslusögu sína þegar hún fór í jómfrúarferð farþegaskipsins Titanic þann 10. apríl 1912. Hin unga Rose fer um borð í skipið ásamt efri stéttar farþegunum, og móður sinni Ruth DeWitt Bukater, og kærasta sínum Caledon Hockley. Á sama tíma er flækingspiltur og myndlistarmaður, Jack Dawson einnig að koma um borð í skipið, ásamt vini sínum Farbrizio De Rossi, en þeir vinna miða á þriðja farrými skipsins í happdrætti. Rose DeWitt segir alla söguna frá því að landfestar eru leystar, og þar til Titanic siglir á borgarísjaka og sekkur í sinni fyrstu og einu ferð, þann 15. apríl 1912, kl. 2.20 eftir miðnætti. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Myndin sem fólk hatar að elska eða elskar að hata
Á ráfi mínu um Hagkaup (þeirri fallegu búð) tók ég eftir borði sem var útatað í DVD diskum á útsölu, og voru margir helvíti sætir titlar þarna. Á einungis 799 keypti ég skemmtilegar myndir sem ég hafði bæði séð og ekki séð. En titillinn sem að fangaði athygli mína hvað mest var sá sem að enginn sem fæddist fyrir 1997 gæti gleymt, Titanic! Nú, ef að þið voruð ekki í bleyjum í kringum 97-98, þá ættuð þið að muna eftir öllu hæpinu í kringum þessa mynd. Ég meina, myndin var ALLSTAÐAR auglýst. Allstaðar vitnað í hana og fólk einfaldlega dáði myndina út af lífinu. Hún sló öll met í bíó, á leigum, á sölumarkaði og allir vildu bita af Leo.

En einmitt vegna þess að fólk elskaði myndina í svona stórri tölu voru svo margir sem að létu það bögga sig og þar af leiðandi vildu þeir hata myndina. Ég hef séð Titanic mjög oft, en ekki fyrr en aðeins í fyrradag hafði ég ekki litið augum á myndina í tæp 7 ár.

Ég sumsé ákvað að horfa aftur á myndina í fyrsta sinn lengi, og þá með allt öðruvísi hugarfari en áður. Ég ákvað að pæla einnig í því af hverju fólk elskar myndina, en líka hvað það er sem fólk hatar við hana... Áður en ég byrja, þá tek ég fram að þessi mynd hefur elst vel, því hún er tussugóð! Hún er hins vegar ekki meistaraverk! Skoðum aðeins af hverju...

.:TOPP 5 KOSTIR VIÐ MYNDINA:.

5. Myndin er brjálæðislega vel gerð. Peningurinn á bakvið sést vel út alla myndina og gerir það heildina ennþá betri. Brellur eru ekkert mjólkaðar og framleiðslugæði myndarinnar eru til fyrirmyndar.

4. Leikaraúrvalið er frábært! Fullt af góðum leikurum í aukahlutverkum. Allt frá skipstjóranum til truntaunnar sem að lék móður Kate Winslet í myndinni.

3. Strúktúrinn á myndinni er geðveikur! Myndin byggir sig svo vel upp að hún virkar ekki eins og hún sé yfir 3 tímar á lengd! Hún er aldrei hæg, aldrei of teygð sumstaðar.

2. Ástarsagan á bakvið myndina er það sem að keyrir hana. Hún er ekki fullkomin (sjá neðar) en ástarsagan yfir heildina gengur upp nokkuð vel og maður heldur eitthvað svo mikið með þessu unga pari, og þú VILT sjá góða hluti gerast fyrir þau.

1. Svona klukkutíma og 40 mín. inn í myndina tekur hún alveg ROSALEGAN kipp. Myndin hefur upp að þessu punkti aldrei misst dampinn, en um leið og karakterinn ICEBERG er kynntur til sögunnar verður myndin svo kvikindislega intense! Senurnar þar sem að skipið er að sökkva eru svo stórkostlegar og byggja fullkomlega upp spennu. Einnig er myndin rosalega falleg á þessum tímapunkti, t.d. þegar þú sérð gamalt fólk liggjandi saman í rúmi bíðandi þess að drukkna, eða írska móður sem að les fyrir börnin sín áður en allt fer á kaf... (*tár) Svo þegar að skipið er loks sokkið og allir orðnir að klökum, þá sérðu svo brútal skot af fólki látnu í sjónum, þar á meðal ungabarni... Úffff... Rosalegt.

Og núna....

.:TOPP 5 GALLAR VIÐ MYNDINA:.

5. Sumar línurnar í myndinni eru ofsalega mikill kjánahrollur, einna helst "I'm the king of the world!!" og "I'm flying!" Ég veit ekki hvað James Cameron var að pæla, en þessar línur virkuðu eins og að framhluti skipsins gerði fólk einfaldlega sturlað. Hvað manni langaði stundum að Leo myndi bara hrinda Kate fram af skipinu eftir þessa setningu... ÞÁ væri hún fljúgandi...

4. "Ástaratriðið" í myndinni er lame. Fallegt, en lame! Skotið af hendinni í bílnum þar sem allt er þakið í greddumóðu er einum of artý. Aftur á móti ef að rassinn á Leo myndi pressast upp við sömu rúðu stuttu síðar væri atriðið hæfilega skondið.

3. Ríki asninn, Cal, unnusti Kate í myndinni, byrjar allt í einu að skjóta á þau upp úr seinni hluta myndarinnar. Mjög stutt atriði þar sem þau hlaupa niður stigann og aftur neðar í skipið. Ekkert að þessu, en þetta var alveg rosalega "out of place." Eins og einhver Fox-framleiðandi hafi hugsar "Hey! Okkur vantar smá hasar núna!"

2. Tónlistin endurtekur sig ALLTOF mikið... Alltof oft heyrum við sama stefið! Það virkar ekki í öllum senum því maður við ekki alltaf hlusta á sama "úúúúúú-ið." Það drepur dramað í mörgum senum, og sérstaklega bláenda myndarinnar... Eins og má sjá í nr. 1.

1. Já, takk fyrir! Endirinn er það sem ég hér um bil HATA við myndina... Ekki bara er ég að tala um þetta daufa atriði í lokin þar sem allir klappa fyrir parinu í einhverjum draumi (Why???), heldur er bara eitthvað svo fjandi sorglegt (ekki á þannig hátt samt...) við það að sjá gömlu konuna henda fokking hálsmeninu í sjóinn í lokin. Ókei... ég get skilið að þungi demanturinn hafi enga þýðingu fyrir hana! En hún er hvort eð er svo nálægt dauðanum að það gerist ekkert nema slæmt ef hún þrykkir helvítinu i vatnið þegar að hún gat rétt eins afhent menið til þeirra sem að höfðu fórnað 3 árum (!!!) í að leita af því, ef ekki, þá gat hún gefið barnabarni sínu það sem erfðagrip.

Í lok myndarinnar voru liðin 84 ár frá því að hún fékk hálsmenið, þannig að hún hafði NÆGAN tíma til að gera hvað sem hún vildi, en þar sem að hún er 101 árs, þá væri bara hallærislegt að gera ekki meira með það af viti. Þessi endir er ekki fallegur! Það er engin lógía í því sem gamla konan gerir, og þessi hegðun er það sturluð að maður veltir fyrir sér hvort að afgangurinn af "Titanic-sögunni" hafi ekki rétt eins bara verið ýkja eða tilbúningur, athyglinnar vegna... Vegna þess að ef hún vill athygli, þá þarf hún ekki að gera annað en að henda meninu í vatnið fyrir framan alla á bátnum (eins og gerist í upprunalega endinum, sem er á DVD disknum).

Ömurlegur, vondur endir á mjög góða mynd sem hefur frábæra punkta. Annars, svona yfir heildina, þá verð ég að segja að mynd rétt klóri áttuna í einkunn.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er góð mynd ég sem 11 að verða 12 ára stelpa hef mínar skoðannir og þessi mynd er tvímanalaust mynd ævinnar eða alla vega ein af þeim ég mæi viða alla að horfa á þessa mynd.....

á köflum er hún Scery en annars góð ég hef tárast yfir henni einnig örðum góðum en allir verða minnst einu sinni að horfa á hana...þess vegna gef ég henni 4 af 4 mögulegum

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tæknibrellurnar smá ofnotaðar, leikararnir eru svona fifty-fifty og mynd alltof langdregin! En þrátt fyrir það verður þessi mynd betri og betri. Samt ekki svo góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ekki góð mynd. Hún er svo rosalega löng. Svo er líka bara verið að tala. Eini góði kablinn í myndinni er þegar skipið er að sökkva. Passið ykkur þið gætuð sofnað í byrjununni. Þið skuluð bara horfa á endan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fær hiklaust fjórar stjörnur útaf hér er eitt af bestu myndum sem hafa verið gerðar á ferðinni. Þetta er að mínu mati besta mynd eftir James Cameron þótt af Alien 2 og Terminator 2 væru mjög góðar þá er þessi betri. Þessi mynd er búinn að græða langmestann pening eða 1.8 milljarða dollara, þetta er líka eitt að þekktustu kvikmyndum heimsins. Aðalhlutverk eru Leonardo Dicaprio(Gangs of New York), Kate Winslet(Eternal Sunshine of the spotless mind) og Billy Zane( Dead Calm). DiCaprio leikur Jack Dawson, Kate Winslet leikur hana Rose Dewitt og Billy Zane leikur hann Caledon Cal Hockley. Þessi mynd gerist í Apríl árið 1912, í byrjun myndar þá er sagt frá ungum manni að nafni Jack Dawson(Leonardo Dicaprio) sem vinnur tvo miða í jómfrúarferð skipsins Titanic til Bandaríkjana frá Englandi. Hann fer með vini sínum Fabrizio á borð með skipinu og hann Jack hittir þar konu að nafni Rose DeWitt(Kate Winslet) sem var á fyrsta farrými og var mjög rík. Jack sem er blankur verður ástfanginn af henni Rose enn samband þeirra er hálf bannað vegna þess að Rose er rík enn Jack ekki. Jæja ég ætla ekki að seigja meira um essa snilldar mynd fyrir þá sem hafa ekki séð hana og ætla að sjá hana. Ég hvet alla til þess að sjá þessa mynd þótt að næstum allir eru búinn að sjá hana. Sumum finst hún leiðinleg á pörtum útaf lengd hennar sem er 187 mínútur en mér finst hún vera skemmtileg frá fyrstu mínútu, ég gef þessari mynd fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.02.2023

Napóleonsskjölin áfram í toppstöðu

Íslenska spennumyndin Napóleonsskjölin, sem gerð er eftir samnefndri sögu Arnaldar Indriðasonar, heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Tekjur af sýningu myndarinnar námu 8,3 m...

04.12.2022

Winslet var í kafi í meira en sjö mínútur

Breska leikkonan Kate Winslet lærði meðal annars að kafa án köfunarbúnaðar fyrir kvikmyndina Avatar: The Way of Water sem kemur í bíó á Íslandi 16. desember nk. Winslet fer með hlutverk Ronal í myndinni. Lestu ske...

19.09.2022

Avatar 1 býr okkur undir Avatar 2

Stórmyndin Avatar frá árinu 2009, ein vinsælasta kvikmynd allra tíma, með 2,8 milljarða dala í tekjur um heim allan og þrenn Óskarsverðlaun, kemur aftur í bíó hér á landi og út um allan heim föstudaginn 23. septembe...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn