Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Thirteen Days 2000

(13 Days)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. apríl 2001

You'll Never Believe How Close We Came

145 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Á fyrstu dögum október 1962 þá ljósmyndar bandarísk njósnaflugvél uppsetningu sovéskra kjarnorkueldflaugapalla á Kúbu. Þó að það sé almenn samstaða um að ekki eigi að láta þetta óáreitt, þá er enginn einföld leið til að koma í veg fyrir þetta. Bandaríski herinn telur að eyðing eldflaugapallanna með innrás inn í landið sé hugsanlega eina leiðin.... Lesa meira

Á fyrstu dögum október 1962 þá ljósmyndar bandarísk njósnaflugvél uppsetningu sovéskra kjarnorkueldflaugapalla á Kúbu. Þó að það sé almenn samstaða um að ekki eigi að láta þetta óáreitt, þá er enginn einföld leið til að koma í veg fyrir þetta. Bandaríski herinn telur að eyðing eldflaugapallanna með innrás inn í landið sé hugsanlega eina leiðin. Kennedy Bandaríkjaforseti áttar sig á því að ef það yrði gert þá myndu Sovétmenn ráðast inn í Vestur Berlín og í framhaldi gæti brotist út allsherjar styrjöld. Hann ýtir á undirmenn sína, með hjálp bróður síns Bobby, að koma með aðra lausn. Varnarmálaráðherrann Robert McNamara stingur upp á flugbanni yfir Kúbu sem Bandaríkin koma á með stuðningi samtaka Ameríkuríkja. Í þessari krísu, sem stóð í 13 daga, þá reyna forsetinn og hans nánustu samstarfsmenn, að hafa taumhald á þeim sem vilja grípa til einhliða aðgerða, og reynir á bakvið tjöldin að ræða við Sovétmenn og koma á lausn við sameiginlegu vandamáli. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd fjallar um daga kalda stríðsins á hátt sem maður hefur ekki fengið að sjá áður. Mér fannst mjög áhugavert að sjá þessa mynd eftir að hafa sé The Fog Of War. Það kom mér hinsvegar á óvart að Robert McNamara hafi átt að eiga svona lítinn hluta í ferlinu, hann var jú varnarmálaráðherra. Þessi mynd er mjög vönduð og það er greinilega búið að rannsaka þessa 13 daga eins mikið og hægt er. Við sjáum atburðarrásina eingöngu frá sjónarhorni Bandaríkjanna, nánara tiltekið frá aðstoðarmanni JFK, Kenny O´Donnell, sem er leikinn af Kevin Costner. Auðvitað stendur Costnerinn alltaf fyrir sínu en mér fannst suðurríkjahreimurinn pínu vandræðalegur hjá honum. Það er vonlaust að vita nákvæmlega hvað fór fram í lokuðum herbergjum og stundum fannst mér þessir kallar veri sýndir í aðeins of miklu dýrlingaljósi, en hvað veit ég.

John F. Kennedy er leikinn af Bruce Greenwood sem mér fannst nokkuð góður en ekki alveg valda þessu hlutverki. Steven Culp var hinsvegar fullkominn sem Robert Kennedy. Myndinni tekst að byggja upp töluverða spennu þó að maður viti hvernig þetta endar allt saman. Það er rosalegt að sjá hvað heimurinn var nálægt kjarnorkustyrjöld, bara hársbreidd. Það munaði líka engu að Kanar myndu sprengja Kúbu í tætlur og hefja innrás. Hvað Sovétríkin hefðu gert veit enginn.

Myndin leggur áherslu á að sýna manni þá byrgði sem liggur á forseta með samvisku (sorrí W). JFK þarf að berjast fyrir hverri ákvörðun við ráðgjafa og trigger happy hershöfðingja. Þetta er frábær mynd. Það er alvega ótrúlegt að hún sannsöguleg. Þeir sem hafa gaman af sögulegum myndum, pólitískum myndum eða bara dramatískum myndum munu hafa mjög gaman af þessari. Það má kalla þetta The West Wing PLÚS en ekki alveg JFK.

“They want a war, Jack, and they're arranging things to get one.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Thirteen Days er gæðamynd sem sýnir okkur fram á hversu nálægt heimsstyrjöld við vorum í Kúbudeilunni.Myndin virkaði samt á mig eins og heimildamynd og það truflaði mig svolítið. Kevin Costner er góður og það er langt síðan hann hefur komið í jafn góðri mynd. Hann virðist velja sér gæðamyndir þar sem JFK kemur við sögu (eins og flestir muna lék hann í kvikmyndinni JFK eftir Oliver Stone). Thirteen Days er frekar þung mynd en ætti að höfða til flestrar kvikmyndaáhugamanna sem og þeirra sem hafa gaman af sögu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þeir sem einhvern áhuga hafa á sögu eða láta sig eitthvað varða heimsmálin ættu að vita um hvað þessi mynd er. Hún fjallar um Kúbudeiluna árið 1962 þegar skrifræðið í Sovétríkjunum og auðjöfrarnir og fulltrúar þeirra í Bandaríkjunum gerðu Kúbu að bitbeini á milli sín sem nærri því leiddi mannkynið út í kjarnorkustyrjöld. Myndin fjallar um atburðina frá sjónarhóli ráðgjafa forsetans, Kenny O'Donnell (Kevin Costner). Ekki bara þarf hann að berjast við ógnina frá Sovétríkjunum heldur einnig við misvitra herforingja innan ráðsins sem vilja bara sprengja þetta allt til fjandans. Á meðan John F. Kennedy (Bruce Greenwood) og hans menn reyna að finna lausn á vandanum tifar klukkan áfram og allt stefnir í heimsendi. Þessari mynd verð ég eiginlega að skipta upp í tvo flokka. Öðrum flokknum gef ég þrjár stjörnur, hinum flokknum ekki eina einustu. Byrjum á þriggja stjarna flokknum. Ég er hrifinn af því hvað þetta er fagmannlega unnin og spennandi mynd. Hún er að mörgu leyti lík Apollo 13 sem þó var þó betri mynd. Hér er mikið í húfi og menn berjast við klukkuna og reyna að bjarga ástandinu undir mikilli pressu og ótta. Ég hef alltaf hrifist af þannig spennumyndum. Þessari mynd er leikstýrt af miklu öryggi af Roger Donaldson og handritið er oftast hnitmiðað nema atriði úr persónulegu lífi Kenny O'Donnell og algjörlega úldinn þjóðrembuendir a la Bandaríkin. Auk þess má nefna frábæra kvikmyndatöku hvorki fleiri né færri en þriggja atvinnumanna, þeirra Andrzejs Bartkowiak, Rogers Deakin og Christophers Dully. Auk þess er sérstaklega góður leikur Bruce Greenwood sem JFK sem verður að flókinni, gáfaðri og margbrotinni persónu. Förum nú yfir í hinn flokkinn. Bara ef að þetta væri nú rétt! Það eru fleiri en ein hlið á öllum málum og ég held að fólk verði að kynna sér hina hliðina áður en það getur dæmt um hvað sé satt og hvað ekki. Og ég get ekki trúað því að einhver heilvita maður haldi að þessir menn eins og JFK hafi með öllu verið gallalausir og alltaf tekið réttar ákvarðanir. JFK var enginn friðarins maður heldur einn af herskáustu forsetum í sögu Bandaríkjanna. Og að Bandaríkjamenn hafi verið saklausir með öllu eins og myndin heldur fram þegar þeir hegðuðu sér eins og verstu fautar við alla þá sem voru minni máttar eins og smáþjóðir eins og Kúbu. Mér blöskrar lygarnar í pólitíkinni í þessari mynd. Hugleiðið þetta!!! En ætli við verðum ekki að óska Kevin Costner til hamingju að lokum með endurkomuna eftir mögur ár þrátt fyrir að leikur hans hér sé nú bara svona lala eins og gengur og gerist hjá honum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Thirteen Days er pólitísk úrvalsmynd eins og þær gerast bestar, byggð á raunverulegum atburðum og fjallar um þrettán sögulega daga í októbermánuði 1962 er alheimurinn var á barmi kjarnorkustyrjaldar. Við lok seinni heimsstyrjaldarinnar árið 1945 náðu Bandaríkín og Sovétríkin ekki samkomulagi sín á milli um það hvernig ætti að ganga frá málefnum heimsins sem var í sárum eftir hið langa og mannskæða stríð. Fór svo að það skall á heiftúðug milliríkjadeila milli þessara stórvelda, hið svokallaða kalda stríð sem helgaðist af því að ríkin gripu ekki til vopna gegn hvoru öðru. Þessi saga gerist eins og fyrr segir í október 1962 en þá var kalda stríðið í hámarki. Bæði Bandaríkin og Sovétríkin höfðu þá vígbúist af kappi og reyndu ákaft að fylgjast með öllu því sem hinn aðilinn gerði. Njósnir urðu sífellt mikilvægari þáttur í starfsemi ríkjanna og þegar bandarískur kafbátur tekur myndir af sovéskum kjarnorkueldflaugum á Kúbu (sem var hertekin af kommúnistanum Fidel Castro árið 1959) ætlar allt um koll að keyra því þeim er beint að Bandaríkjunum, vöggu kapitalismans í heiminum. John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna, er á báðum áttum um hvað eigi að gera í málinu en ákvörðunin um næstu aðgerðir er hans, enda er forseti Bandaríkjanna einn valdamesti maður heims. Hershöfðingarnir vilja að forsetinn heimili að ráðist verði tafarlaust inn í Kúbu og eyjan verði hertekin með valdi, en það gæti þýtt hörð viðbrögð Sovétmanna og endað í heljarinnar kjarnorkustyrjöld stórveldanna. Ef Kennedy forseti aðhefst ekkert í málinu er hins vegar sá möguleiki vel fyrir hendi að stór hluti þjóðarinnar yrði þurrkaður út á einu augnabliki. Líf milljóna jarðarbúa eru þannig sett á herðar Kennedys Bandaríkjaforseta og fylgjumst við gaumgæfilega með 13 magnþrungnum dögum í lífi John Fitzgerald Kennedy forseta og ráðgjafa hans, sem reyna að komast að þeirri niðurstöðu sem bjargar mannkyninu frá eilífri glötun. Hörkuvel leikin og vönduð úrvalsmynd leikstjórans Roger Donaldson (The Bounty, Getaway) sem segir meistaralega frá þessum magnþrungnu dögum í mannkynssögunni sem voru áhrifamiklir bæði fyrir forsetatíð Kennedys og ekki síst heimsbyggðina alla. Hér fara á kostum óskarsverðlaunaleikstjórinn Kevin Costner (Dances With Wolves), Steven Culp, Dylan Baker, Henry Strazier og Bruce Greenwood sem er ógleymanlegur í hlutverki John F. Kennedy, 35 forseta Bandaríkjanna. Semagt; pólitískt meistaraverk sem allir sagnfræðiáhugamenn jafnt sem spennumyndaunnendur mega alls ekki missa af. Ómissandi úrvalsmynd sem segir af 13 ógleymanlegum dögum!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Thirteen days fjallar á ýtarlegan hátt um það sem fór fram á bakvið tjöldin í deilu milli Bandaríkjanna og Sovétmanna. Um kjarnorðuskotpalla sem sovétmenn höfðu sett upp á Kúbu og ógnaði mjög svo Bandaríkjunum. Og munaði minnstu að til kjarnorkustríðs hefði komið ef Rússar hefðu ekki fallist á frið. Roger Donaldson sem leikstýrir myndinn hefur tekist einstaklega vel að færa þessa annars löngu sögu á hvítatjaldið frá byrjun og til enda. Kevin Costner er greinilega í ham og meðleikarar hans mjög sannfærandi. Það er greinilegt að leikararnir hafa verið valdinr vegna útlits, því sumir gætu haldið að Kennedy og bróðir hans Bobby Kennedy væru staddir á hvítatjaldinu. Handritið er meistaralega skrifað og myndataka mjög góð. Engin hreyfing á vélinni og maður festist vel inn í söguþræðinum. Lángt síðan maður hefur séð svona góða lýsingu. Mynd sem verðskuldar alla óskarana og mynd sem vekur mann til umhugsunar um það hve erfitt getur verið að taka rétta ákvörðun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2009

Áramóta-Tían!

Þrátt fyrir að ég hafi skrifað topplista fyrir cirka mánuði síðan yfir bestu myndir áratugarins sem nú er að baki þá finnst mér erfitt að réttlæta það að telja upp einungis 25 titla og fjalla bara um 10. Notendur...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn