Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Recruit 2003

Justwatch

Frumsýnd: 18. apríl 2003

Trust. Betrayal. Deception. In the C.I.A. nothing is what it seems.

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

James Clayton er efnilegasti nýliðinn í leyniþjónustunni CIA. Gáfur hans og óvenjulegt viðmót, vekja athygli hjá hinum þaulreynda Walter Burke, sem velur hann úr þjálfunarbúðum leyniþjónustunnar til að vinna með sér, og rísa til metorða. Clayton fær það verkefni að svæla út moldvörpu, uppljóstrara, sem hefur svindlað sér í raðir CIA.

Aðalleikarar


Ágætis ræma sem skilar sínu. Al Pacino og Colin Farrell eru fínir í sínum hlutverkum og svo er hún mjög spennandi á köflum. En yfir heildina, er hún fín mynd sem er þess virði að kíkja á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mikið svakalega bregður mér að sjá einkunnina sem þessi mynd fær hér á síðunni!! Hvað er í gangi??? Þessi mynd er með bestu hasar- og spennumyndum sem ég hef séð. Hugmyndin að henni er sprottin úr raunveruleikanum og er þar krufin til mergjar hin hættulega starfsemi sérfulltrúa og aðalmannsins, the recruit, með athyglisverðum sálfræðilegum pælingum. Og auðvitað toppleikur hjá Farrell og félögum. Al Pacino fer að vera svolítið einhæfur, er svo oft í þessu sama hlutverki og hér, en samt kemur hann sínu frábærlega frá sér eins og áður. The Recruit er hörkuspennandi og hélt athygli minni algerlega út í gegn og hef ég sjaldan skemmt mér eins vel -enda er hasar í bland við mannlegan breytileika mín toppformúla að góðri mynd. Colin Farrell er búinn að taka að sér mjög áhugaverð hlutverk og ég fíla langflestar myndirnar hans í botn. Mér fannst þó S.W.A.T vera leiðinlegt hliðarspor frá toppmyndum eins og Phone Booth og The Recruit. Söguþráðurinn hér í The Recruit er það flókinn og hvert atriði það mikilvægt að ég kýs að segja ekkert um hann. Endilega takið hana, þótt hún sé síðri í sjónvarpi en í bíó, á ég allavega eftir að sjá hana oft í framtíðinni. Ég mæli hiklaust með henni fyrir sanna aðdáendur góðra hasar- og spennumynda með áhugaverðri sögufléttu. Þótt heildarsöguþráðurinn sé ef til vill svolítið fyrirsjáanlegur er bara allt annað í toppstandi. Í The Recruit eru sterkar persónur, góður leikur og topp tónlist, myndataka og klipping.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Að baki kvikmyndinni The Recruit er úrvalsmannskapur. En það segir manni í raun að það er ekki endilega samasemmerki á milli þess að hafa stór nöfn og gæði myndarinnar. Myndin fjallar um nemann James Clayton (Colin Farell). Hann er að kynna lokaverkefni sitt í tölvufræðum og vekur þar með áhuga CIA. Leyniþjónustumaðurinn Walter Burke (Al Pacino) hefur samband við Clayton og vill fá hann í þjálfun hjá CIA. Clayton slær til og í þjálfuninni kynnist hann Laylu Moore (Bridget Moynahan) og á milli þeirra kviknar einhver ástarneisti. En ekki er allt sem sýnist. Fyrr en varir er Clayton kominn á kaf í CIA og þar leynast hættur við hvert fótmál því hann getur aldrei verið viss um hverjum hann á að treysta. Leikstjórinn Roger Donaldson (Thirteen Days) er engan vegin að valda þessari mynd. Klisjurnar og flækjurnar bera myndina ofurliði. Síðustu mínúturnar eru einfaldlega rugl. Myndin gengur ekki upp og hvert atriðið á fætur öðru er einfaldlega á skakk og skjön við atburðarrásina. Það er engin spenna í myndinni og maður veit nákvæmlega hvað gerist næst.The Recruit er einfaldlega slöpp kvikmynd sem ég er viss um að nýstirnið Colin Farell vill gleyma sem fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mjög góð og spennandi mynd með nýstyrninu Colin Farrell og gömlu kempunni Al Pacino. Myndin fjallar um Colin Farrell sem er ungur drengur sem á framtíðina fyrir sér í tölvumálum og vinnur sem barþjónn á kvöldin þegar eitt kvöldið kemur Al Pacino og recruit-ar hann í þjálfun fyrir CIA og þá hefst allskonar spenna og gaman. Þetta er rosa góð mynd með fullt af góðum leikurum. Mér finnst hún mjög vel leikinn og leikstýrð. Það er aðeins einn stór galli og það er hvað hún er fyrirsjáanleg en annars hin besta skemmtun. Sé ekki eftir því að borga fyrir mig í bíó á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að eftivæntingin var mikil áður en ég sá þessa mynd. En svona til að gera langa sögu stutta verður að segjast að þessi mynd fer beint í ruslahrúguna með öllum hinum auðgleymanlegu myndunum. Maður hefur kannski haft of miklar væntingar til myndarinnar þar sem hún státar af tveimur úrvals leikurum af sitthvorri kynslóðinni. Al Pacino sem sem flestir ef ekki allir kvikmyndaunnendur þekkja og svo Colin Farrel sem virðist vera einhver sá heitasti leikari í Hollywood þessa stundina. En eins og svo oft vill verða er ekki nóg að státa af góðum leikurum þegar allt annað er 3. flokks.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.09.2014

Brosnan fer með kunnuglegt hlutverk

Spennumyndin The November Man, með Pierce Brosnan í aðalhutverki verður frumsýnd föstudaginn 12. september. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri. The November Man fjallar um fyrrum CIA le...

09.08.2012

Þreytt brelluklisja, glötuð endurgerð

Total Recall frá 1990 er ekki beinlínis framúrskarandi sci-fi mynd sem er útkrotuð í gáfum en hún er heldur ekki þessi týpíska Ahnuld Schwarzenegger aulasteypa. Í staðinn kemur hún sér fyrir einhvers staðar þarna ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn