Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Notting Hill 1999

Justwatch

Frumsýnd: 30. júlí 1999

Can the most famous film star in the world fall for just an ordinary guy?

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

William Thacker, bóksali í Notting Hill, upplifir draum flestra karlmanna þegar Anna Scott, fegursta kona í heimi og vinsælasta kvikmyndaleikkona heims sömuleiðis, kemur inn í búðina hans. Stuttu síðar, þegar hann á enn erfitt með að trúa því sem gerðist, rekst hann aftur á hana - og í þetta sinn sullar hann appelsínusafa yfir hana alla. Anna þekkist boð... Lesa meira

William Thacker, bóksali í Notting Hill, upplifir draum flestra karlmanna þegar Anna Scott, fegursta kona í heimi og vinsælasta kvikmyndaleikkona heims sömuleiðis, kemur inn í búðina hans. Stuttu síðar, þegar hann á enn erfitt með að trúa því sem gerðist, rekst hann aftur á hana - og í þetta sinn sullar hann appelsínusafa yfir hana alla. Anna þekkist boð hans um að skipta um föt í íbúð hans þarna í nágrenninu, og þakkar honum fyrir með kossi, sem virðist gera alla meira undrandi en hann sjálfan. Á næstu mánuðum kynnast þau Anna og William enn betur, en það er ekki alltaf auðvelt að vera með vinsælustu konu í heimi.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Feel-good mynd
Notting Hill er bresk rómantísk gamanmynd með þeim Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverki. Hún er svona feel-good mynd sem hægt er að horfa endalaust á og gleðjast í hvert sinn.

William Thacker (Hugh Grant) er skilinn ferðabókasali sem á ferðabókabúð í Notting Hill. Einn daginn kemur Anna Scott (Julia Roberts) ein frægasta leikkona heims inn í búðina og þá breytist líf hans. Hann sullar á hana appelsínusafa og verður hún að koma heim til hans til að fá að skipta um föt. Þar kyssir hún hann upp úr þurru og þar hefst samband þeirra. Það er þó ekki togstreitulaust heldur er alltaf vesen því Hollywood og Notting Hill eru tveir mjög ólíkir heimar. Í myndinni er líka frábær karakter Spike herbergisfélagi Will og er eins ógeðslegur og undarlegur og bretar geta orðið.

Myndin er mjög skemmtileg og lætur manni líða vel, hér er ekkert um neitt meistaraverk að ræða en nær söguþráðurinn og stuðið til manns.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Notting Hill er þessi venjulega breska gamanmynd, og auðvitað með Hugh Grant sem leikur í öllum þessum turtildúfu myndum. Bókasalinn William Thacker (Hugh Grant,Love Actually,About A Boy) gengur illa með bókasöluna og á heima hjá hjá aumingja (Rhys Ifans,ég vil ekki vera fáviti en hann er fyndnastur í myndinni) sem er nokkuð óþolandi. En lífið hans breytist einn dag þegar hann hittir fræga leikkonu (Julia Roberts,Pretty Woman,Erin Brockovich) og verður kærasti hennar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bóksalanum William Thacker (Hugh Grant) gengur ekki mjög vel með bóksöluna sína (kannski vegna þess að hann selur eingöngu ferðapésa og landabréfabækur) og honum gengur jafnvel enn verr í einkalífinu. Eiginkona hans yfirgaf hann og hin konan sem hann elskaði er gift besta vini hans og er í hjólastól. Einn daginn lendir hann þó í því að inn í bóksöluna hans kemur frægasta leikkona heims, Anna Scott (Julia Roberts). Eftir frekar klaufalegt slys sem verður þegar þau hittast aftur býður hann henni inn í íbúðina sína sem hann er með ásamt herbergisfélaga sínum, Spike (Rhys Ifans) hreint einstaklega kærulausum og sóðalegum náunga. Þrátt fyrir klaufaskap Williams í kvennamálum er þetta greinilega ást við fyrstu sýn. En vandamálin við það að vera með ofurfrægri manneskju er meira en hann hefði nokkurn tímann getað grunað. Þessi mynd er skólabókardæmi um það hvernig á að gera vel heppnaða rómantíska gamanmynd. Myndin er oft bráðfyndin og einnig grátbrosleg en það sem lætur hana virka eins og allar aðrar rómantískar gamanmyndir er að maður getur virkilega séð strauma á milli Hugh Grants og Juliu Roberts. Handritið er óvenjulega gott og djúphugsað miðað við rómantíska gamanmynd og gengur myndin ekki út á það að vera með aulahúmorinn og fáránlegar uppákomur í fyrirrúmi. Þótt að þær séu oft fyndnar þá hefði það ekki hentað þessari mynd. Vissulega eru þannig uppákomur í myndinni engu að síður en þær eru allar vel unnar. Sá sem sér um þær er mestmegnis Rhys Ifans sem leikur Spike og fer hann á algjörum kostum. Julia Roberts hefur sjaldan verið meira heillandi heldur en hérna og Hugh Grant passar fullkomlega sem mótleikari hennar. Leikstjórn Roger Michell er góð og traust og myndatakan er til fyrirmyndar. Sérstaklega eitt atriði sem gerist í garði sem ég var mjög hrifinn af af því að það sýnir mér sjónarhorn sem ég hef ekki áður séð. Það er bara aðeins í endann þegar William og vinir hans eru að reyna að ná Önnu sem að henni fatast aðeins flugið. Þótt það sé fyndið kemur það svo gjörsamlega á skjön við það sem áður hefur gerst að það kemur hálf fáránlega út. En það skemmir svo sem ekki mikið fyrir þegar leikararnir eru jafn sjarmerandi og hér og handritið jafn pottþétt. Sennilega besta rómantíska gamanmyndin í ár.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lauflétt og bráðskemmtileg gamanmynd þar sem tvær af stærstu kvikmyndastjörnum dagsins í dag, Julia Roberts og Hugh Grant, fara á algjörum kostum í hlutverkum sínum. Framleiðendur og handritshöfundur eru þeir sömu og gerðu hina stórgóðu mynd "Four Weddings and a Funeral" og það er óhætt að segja að Notting Hill gefi henni ekkert eftir, enda hefur hún fengið frábæra dóma allra gagnrýnenda og hlaut mikla bíóaðsókn bæði hér á Íslandi og erlendis sumarið 1999. William Thacker "Grant" er bóksali í Notting Hill-hverfinu í London, ófrægur með öllu og sérhæfir sig í sölu ferðabóka. Anna Scott "Roberts" er hins vegar heimsfræg kvikmyndastjarna sem getur sig nánast hvergi hrært án þess að almenningur, blaðamenn og ljósmyndarar séu á hælum hennar við hvert fótmál. Hún er nú við tökur í London á nýrri mynd og dag einn gefst henni sjaldgæft tækifæri til að fara ein út að versla. Það er einmitt þá sem fundum þeirra Önnu og Williams ber saman í fyrsta skipti. Af einskærri tilviljun ratar hún inn í verslun hans í leit að ákveðinni bók um fjarlæga staði. Í framhaldi af því takast með þeim kynni sem bæði vita í raun að eru aðeins tímabundin. Heimar þeirra eru svo ólíkir að það er nánast óhugsandi að þau eigi eftir að kynnast nánar. En annað kemur á daginn því fyrir gráglettni örlaganna hittast þau á ný skömmu síðar og verður báðum ljóst að kynni þeirra eiga eftir að draga dilk á eftir sér, dilk sem jafnvel gæti kallast ást! Ógleymanleg kvikmynd sem vinnur hug og hjarta þeirra sem hana sjá. Ég gef "Notting Hill" þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið. Hún er einfaldlega dásamleg í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis skemmtun en engin stórmynd svo sem. Hugh Grant er nú alltaf eins og hann sé gráti nær, það hlýtur að koma að því að fólk verði þreytt á honum. Gaurinn sem leikur meðleigjanda Hugh er stórkostlegur og hann lyftir þessari mynd upp í tvær stjörnur. Roberts á hér ágætisdag og er nokkuð sannfærandi. En þetta er fín afþreying fyrir fjölskylduna, ekta mynd fyrir fólk á öllum aldri að horfa saman á. Góða skemmtun...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.03.2020

Ingvar fór í prufu fyrir Star Wars: „George Lucas hafði ekki efni á mér“

Ingvar E. Sigurðsson, einn þekktasti leikari Íslands, fór í prufu fyrir Star Wars kvikmynd. Þetta var árið 1997 og stóð þá til að sækjast eftir stórri rullu fyrir The Phantom Menace, sem beðið var eftir með g...

15.04.2018

Sá eini sem kann Bítlalalögin

Breski poppsöngvarinn vinsæli, Ed Sheeran, 27 ára, er sagður vera um það bil að landa hlutverki í nýrri kvikmynd um hljómsveitina Bítlana, eftir handriti Richard Curtis. Myndin á að heita All You Need Is Love, eftir sam...

21.07.2017

Stórleikkonur í streymisþjónustum

Tvær stórleikkonur eru á leiðinni á sjónvarpsskjáinn í gegnum streymisþjónustur Amazon og Netflix, Julia Roberts og Sandra Bullock. Roberts hefur gert samning við Amazon um tvær þáttaraðir af sjónvarpsþáttunum...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn